Glóðafeykir - 01.11.1972, Qupperneq 43
GLOÐAFEYKIR
43
Þetta sögðu þeir -
Guðm. P. Valgeirsson (úr bréfi):
„Vinur er sá, sera veitir manni sanna gleði og göfgi um leið“.
Sr.Jakob Jónsson:
„Péturskirkjan er svo mikilfenglegt mannvirki, þar sem hún
stendur við hið stóra, hringmyndaða torg, að erfitt er að lýsa. í ein-
lægni talað varð ég fyrir meiri trúarlegum áhrifum, er ég fyrst
kom inn í Víðimýrarkirkju í Skagafirði.“
Sr. Tómas Scemundsson:
„ísland tapar aldrei gildi sínu hjá neinum, sem það þekkir og
líka þekkir veröldina, þó hann svo fari um allan heim . . . . “
Pétur Eggerz:
„ . .. New York fannst mér stórkostleg borg; en þetta mannanna
verk fannst mér harla tilkomulítið borið saman við hina hrikafögru
os, stórkostlegu náttúrufegurð íslands.“
o o o
Snorri Sigfússon (úr bréfi):
„ ... En ég held, að sigur samvinnunnar og sjálfstæði þjóðarinnar
sé samanfléttuð hugtök og veruleiki . . . . “
Vilhjálmur Þór:
„Ég lít svo á, að allt það, sem heppnast, að það, sem tekst að áorka,
sé f)TÍr náð þess almættis, sem öllu stjómar. Ég trúi því, að í fylgd
með einum og sérhverjum manni sé góð vera eða góðar verur, fylgi
þeim frá vöggu til grafar.“