Glóðafeykir - 01.11.1972, Síða 44

Glóðafeykir - 01.11.1972, Síða 44
44 GLOÐAFEYKIR Fallnir félagar Arni Arnason Árni Árnason, fyrrum bóndi á Syðri-Hofdölum, lézt þ. 4. des. 1962. Hann var fæddur að Atlastöðum í Svarfaðardal 19. júní 1892. Foreldrar: Árni bóndi á Atlastöðnm Runólfsson, bónda á Hreið- arsstöðum, Isakssonar bónda á Kjarna í Möðruvallasókn, Hallssonar, og kona hans Anna Guðrtin Björnsdóttir, bónda á Atla- stöðum, Sigurðssonar, og konu hans Önnu Jónsdóttur frá Koti í Svarfaðardal. Árni óx upp með foreldrum sínum á Atlastöðum. Tók þar við búsforráðum 1915 og bjó þar samfellt til 1936, er þau hjón fluttu búferlum hingað til Skagafjarðar, að Syðri-Hofdölum í Viðvíkurhreppi, og bjuggu þar til 1950; brugðu þá búi, fluttu til Sauðárkróks og áttu þar bólfestu eftir það. Að Hofdölum kom að uorðan með Árna Trausti bróðir hans ásamt með konu sinni; bjuggu þeir bræður þar báðir og var sambýli þeirra alla stund með þeirn hætti, að á betra varð eigi kosið. Aldrei hafði Árni stórt bú og eigi mikil efni, en hann var eljumaður og komst furðu vel af með stóra fjöl- skyldu. Eftir að til Sauðárkróks kom, stundaði hann verkamanna- vinnu meðan dagur entist, og sló aldrei slöku við. Árið 1916 kvæntist Árni Rannveigu Rögnvaldsdóttur frá Skegg- stöðum í Svarfaðardal, góðri konu og ntikilla mannkosta. Börn þeirra hjóna eru 7: Sigríður, luisfr. á Sauðárkróki, Anna og ísak, húsasmíðameistari, hafa búið með foreldrum sínum, Rögnvaldur, húsgagnasmiður á Akureyri, Sigurlina, húsfreyja á Sauðárkróki, Ragyihildur, húsfreyja í Reykjavík og Trausti, kennari við Mennta- skólann á Akureyri. Árni Árnason var eigi hár maður en riðvaxinn, bjartur yfirlitum,

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.