Glóðafeykir - 01.11.1972, Qupperneq 45
GLOÐAFEYKIR
45
rjóður í vöngum, hýreigur, svipgóður. Hann var greindur maður,
hógvær og prúður og hlýr í viðmóti, vammlaus maður á hverja grein.
Svo sagði merkur maður og kunnugur Arna, að hann væri „einn
hinna beztu manna, er hann hefði kynnzt“.
Hallgrímur A. Valberg, f. bóndi í Kálfárdal o. v., lézt 1. febrúar
1963. Hann var fæddur á Ölduhrygg í Svartárdal fram 27. maí 1882.
Yoru foreldrar hans Andrés bóndi á Ölduhrygg, síðast á Reykja-
völlum, Bjömsson frá Valabjörgum, 3. mað-
ur frá Bimi bónda á Auðólfsstöðum, Guð-
mundssonar í Höfnum Skagakóngs, og kona
hans Guðrún Jóhannesdóttir af Laxamýrar-
ætt. Voru þau bæði komin af ýmsum þekkt-
ustu ættum landsins í langfeðgatali.
Hallgrímur ólst upp með foreldrum sín-
um, fluttist með þeim ársgamall að Haf-
grímsstöðum í T ungusveit; þar bjuggu þau
2 ár, fóru þaðan að Reykjavöllum í Neðri-
bvggð 1885 og bjuggu þar til 1905. Á því
ári öndverðu dó Andrés, tæplega fimmtug-
ur. Gerðist þá Hallgrímur, er var elztur 7
systkina, er upp komust af 10, fyrirvinna heimilisins og bjá á Reykja-
völlum með móður sinni, er talin var fyrir búinu, til 1918. Það ár
reisti hann bú á Mælifellsá og bjó þar til 1923, er þau hjón fluttu
búferlum að Kálfárdal í Gönguskörðum. Þar bjuggu þau til 1931,
en brugðu þá búi og færðu byggð sína til Sauðárkróks, þar sem
heimili þeirra var upp frá því.
Hallgrímur var framtakssamur bóndi. Á Mælifellsá reisti hann
bæjarhús og fjós. í Kálfárdal reisti hann langhús mikið, fjós og fjár-
hús stór. Að þessum byggingum vann hann mest sjálfur, enda hag-
virkur dugnaðarmaður. Hann sléttaði og í túni, reisti girðingar um
tún og haga og gerði bílfæran veg af þjóðvegi hjá Veðramóti heim
að Kálfárdal. Á Sauðárkróki tók hann land til túnræktar, hafði og
um skeið kartöflurækt allmikla. LTngur maður á Reykjavöllum gróf
hann, árið 1906, gryfju mikla í gamlan öskuhól og verkaði í henni
vothey árum saman, allt til 1918. Mun gryfja sú vera ein hin fyrsta
votheysgeymsla í Skagafirði.
Árið 1918 kvæntist Hallgrímur Indíönu Sveinsdóttur. bónda á
Mælifellsá og síðar kaupmanns, Gunnarssonar bónda í Syðra-Vall-
holti, Gunnarssonar (Skíðastaðaætt), og konu hans Margrétar Áma-
Hallgrimur A. Valberg