Glóðafeykir - 01.11.1972, Page 47

Glóðafeykir - 01.11.1972, Page 47
GLOÐAFEYKIR 47 Sveinn bjó jafnan góðu búi og gagnsömu og var ávallt í beztu bænda röð, enda allt í senn: fyrirhyggjusamur, verkhagur ágæt- lega og aðfaramaður um dugnað; gekk þó sjaldan heill til skógar, var löngum þjáður af liðagigt allt frá fermingaraldri eða f\Tr. En hann var harðneskjumaður og hlífði sér hvergi, ókvalráður og eigi kvartsár. Þau hjón eignuðust 9 böm og komust 6 til fullorðinsára: Herjólf- ur, lengi bóndi í Hofstaðaseli, nú verkam. í Reykjavík, Hólmfriður, húsfr. á Sauðárkróki, Jóna, húsfr. í Kýrholti í Viðvíkursveit, Jóhanna og Þorbjörg, báðar húsfr. í Reykjavík og Sigriður, húsfr. á Siglufirði. Sveinn Amfrímsson var mikill maður á vöxt og karlmenni, glæsi- legur að vallarsvn á yngTÍ árum. Hann var um marga hluti vel gerð- ur maður, cr í lund og stórbrotinn, höfðingi heim að sækja, gestris- inn og greiðasamur og þá eigi smátækur alltaf. Kjarkur og þor óbil- andi, allir vegir færir, — en forsjálni þó og f\TÍrhyggja eigi minni. Sveinn \ar laoinn hestamaður. Hann var gleðimaður og skemmti- legur í viðræðu, félagsmaður ágætur og vinsæll. Með honum og þeim hjónum báðum var jafnan gott og notalegt að vera. Ingib jörg Friðfinnsdóttir, fv. húsfr. í Bjarnastaðahlíð, lézt 8. marz 1963. Hún var fædd á Abæ í Austurdal 24. júlí 1871, dóttir Friðfinns bónda í St'gaseli í Austurdal o. v. Friðfinnssonar, og bústýru hans Margrétar Guðmundsdóttur bónda á Abæ. Ingibjörg mun hafa alizt upp að mestu á Ábæ og e. t. v. víðar í Dölum fram. Hún stundaði nám í kvennaskólanum á Lauga- landi í Eyjafirði 1892—1894. Aldamótaárið, á Jónsmessu, giftist hún Guðrnundi Sveinssyni í Bjamastaðahlíð. Sjá þátt um hann í 5. h. Glóðafeykis, bls. 31. Bjuggu þau ágætu búi í Bjamastaðahlíð nálega hálfa öld. frá 1900—1947, en voru eftir það með bömum sínum, meðan bæði lifðu. Ingibjörg missti mann sinn 18. jan. 1952. Eftir það var hún lengstum hjá dótt- ur sinni og tengdasyni á Hafgrímsstöðum í Tungusveit. Þau hjón eignuðust 4 böm og komust 3 upp: Snjólaug, húsfr. á Hafgrímsstöðum, Sveinn, bóndi í Amesi í Tungusveit, d. 1950, og Gisli, bóndi í Bjamastaðahlíð. Ingibjörg Friðfinnsdóttir var í minna lagi á vöxt, en vel farin Ingibjörg Friðfinnsdóttir

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.