Glóðafeykir - 01.11.1972, Síða 54
54
GLOÐAFEYKIR
farið var svo ljúft og hlvtt og gott, að fágætt má telja. Haiin var
einlægur barnavinur og dýra, varðveitti sitt eigið bamshjarta hreint
og óspillt alla ævi. Hann var frábær viljamaður, sívinnandi, og
svo mikill og góður verkmaður, að hverju sem gekk. að til var jafnað.
Magnús Asgrímsson gegndi eigi opinberum trúnaðarstörfum. En
eigi gat mann, er trúrri væri samfélaginu en hann. Eigi gat mann,
er með ljúfara geði rækti þær skyldur, er lífið sjálft leggur hverjum
manni á herðar.
Árni Gislason, afgreiðslumaður á Sauðárkróki, lézt 13. ágúst 1963.
Hann var fæddur í Miðhúsum í Blönduhlíð 15. febrúar 1904. For-
eldrar: Gísli bóndi í Miðhúsum Þorfinnsson í Hofstaðaseli, Halls-
sonar hreppstjóra á Reykjum og Skúfsstöð-
um í Hjaltadal, Jónssonar, og kona hans
Guðrún Jónsdóttir bónda í Miðhúsum,
Björnssonar, en kona Jóns og móðir Guð-
rúnar var Þrúður Jónsdóttir bónda í Stokk-
hólma o. v., Guðmundssonar.
Arni ólst upp með foreldrum sínum í
Miðhúsum í stórum og glaðyærum syst-
kinahópi. Þá var margt æskumanna í Akra-
torfu, þar sem túnin liggja saman, og líf
og fjör á ferðum. Dró og ekki úr að þar, á
Ámi Gislason Stóru-Ökrum, var samkomustaður sveitar-
innar, sem og er enn, og mannkvæmt oft.
Arni hvarf að heiman um eða innan við tvítugsaldur. Fýsti hann
að alla sér nokkurrar menntunar, þótt fararefni væru í minna lagi.
Hót n.im í Hvítárbakkaskóla 18 ára gamall, fór utan nokkru síðar,
til Danmerkur, gekk í fimleikaskólann í Ollerup og lauk prófi
þaðan. i Ivarf eftir það lieim til íslands og sinnti ýmsum störfum,
m. a. í Vestmannaeyjum um skeið, unz hann réðst til Kaupfélags
Skagfirðinga á Sauðárkróki og vann á vegum félagsins alla stund
síðan, við bílstjórn, afgreiðslu o. fl.
Arið 1933 gekk Árni að eiga Ástrúnu Sigfúsdóttur prests á Mæli-
felli, síðar kaupfélagsstjóra og alþingsmanns, Jónssonar, og konu
hans Petreu Þorsteinsdóttur (sjá þátt um Jón bróður hennar í
Glóðafeyki 1969, 10. h., bls. 73), hinni mætustu konu. I.ifir hún
mann sinn. Börn þeirra eru tvö: Ragnheiður, húsfr. og hjúkr-
unarkona á Akureyri og Sigfús, prestur á Miklabæ í Blönduhlíð.
Árni frá Miðhúsum var meðalmaður á velli og þó heldur í lægra