Glóðafeykir - 01.11.1972, Qupperneq 56

Glóðafeykir - 01.11.1972, Qupperneq 56
56 GLÓÐAFEYKIR ráðið innri þörf en ágóðavon. Bóndinn í Haraldi var æði ríkur og varð ekki með ölln sniðgenginn. Þarf ekki að efa, að Haraldur hefð'i reynzt hinn nýtasti höldur og sennilega stórbóndi, ef átt hefði þess kost á yngri árum, að helga íslenzkum landbúnaði ævistarf sitt. Frá því um 1940 var Haraldur starfsmaður Kaupfél. Skagfirð- inga, lengstum afgreiðslustjóri í vörugeymslu félagsins. Þetta er mikið ábyrgðarstarf; því fylgir erill og ærin umsvif, enda síður en svo við allra hæfi. En einmælt mun það, að Haraldi hafi farizt það vel úr hendi. Hann hlaut óskoraðar vinsældir og traust hinna fjöl- mörgu viðskiptavina jafnt sem forráðamanna félagsins. Er það styrkur hverri stofnun að hafa svo nýtum og vinsælum mönnum á að skipa. Árið 1927, hinn 15. maí, kvæntist Haraldur Ólöfu Bjarnadóttur, hálfsystur (sammæðra) Margrétar Reginbaldsdóttur. (Sjá Glóðaf. 1968, 10. h., bls. 47). Sú var hans mesta hamingja. Reyndi löngum mjög á þrek og hyggindi eiginkonunnar vegna búsýslu þeirra hjóna, þar sem bóndinn var bundinn föstu starfi alls óskyldu. En í engu brást sú ágæta kona. Og eigi varð lát á umönnun hennar eftir að Haraldur, hin síðustu misserin, var þrotin að heilsu. Þau hjón eign- uðust 2 dætur og hafa báðar lokið stúdentsprófi: Hauður, dvelst í Frakklandi, og Gigja, húsfr. í Reykjavík. Dreng misstu þau ungan, Hauk. Haraldur Sigurðsson var þrekvaxinn meðalmaður á velli; stór- skorinn nokkuð í andliti, svipurinn heiður og drengilegur, fram- koman hiklaus og einarðleg. Hann var vel gefinn og harðduglegur; traustur maður og mátti eigi vamm sitt vita. Stefdn Vagnsson frá Hjaltastöðum, skrifstofumaður á Sauðárkróki, lézt jj. 1. nóv. 1963. Fæddur í Miðhúsum í Blönduhlíð 25. maí 1889. Foreldrar: Vagn bóndi í Miðhúsum Eiríksson, bónda og hreppstj. í Djúpadal, Eiríks- sonar prests á Staðarbakka, Bjarnasonar bónda í Djúpadal Eiríks- sonar, og kona hans Þrúður Jónsdóttir bónda í Miðhúsum, Björns- sonar og konu hans Þrúðar Jónsdóttur bónda í Stokkhólma o. v., Guðmundssonar. \'oru þeir systrungar, Stefán og Árni Gíslason (sjá hér að framan). Stefán ólst upp með foreldrum sínum í Miðhúsum, missti föður sinn 9 ára gamall (1898) og var eftir það með móður sinni. Hann lauk prófi frá gagnfræðaskólanum á Akureyri vorið 1910 ásamt með sveitungum sínum og frændum tveim, þeim Eiríki Albertssyni,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.