Glóðafeykir - 01.11.1972, Síða 59

Glóðafeykir - 01.11.1972, Síða 59
GLOÐAFEYKIR 59 lega verki farin; hélzt þar í hendur atgervi, smekkvísi og frábær dugnaður. Þá um sumarið kynntist hún Kristjáni Hansen frá Sauðá, bróður Friðriks Hansens (sjá Glóðaf., 5. h., bls. 33); felldu þau hugi saman og bundust heitum. Þau gengu í hjónaband haustið 1909, hófu búskap á Sleðbrjót í Jökulsárhlíð næsta vor og bjuggu þar eitt ár, fluttu þá aftur hingað vestur, fyrst að Sauðá og síðan til Sauðárkróks, þar sem þau bjuggu æ síðan. Kristján var hið mesta glæsimenn, sem þeir allir Sauðárbræður, höfðingsmaður í sjón og raun. Hann var vegavinnuverkstjóri hér í Skagafirði um langt skeið. Er þeim, er þetta ritar, persónulega kunnugt um, að Geir Zóéga, vegamálastjóri, mat hann og virti um aðra fram og taldi hann einn af sínum allra beztu verkstjórum. — Kristján var mörg ár sláturhússtjóri hjá K. S. Hann var heill og traustur samvinnumaður. Hann átti sæti í stjórn Kaupfélags Skag- firðinga frá 1938 til lokadags, en hann lézt 26. maí 1943, 58 ára gamall, öllum harmdauði. Ekki varð þeim hjónum bama auðið, en kjördóttur áttu þau, Gunnhildi, systurdóttur Kristjáns. Ólu þau hana upp allt frá fæð- ingu og bundu við hana mikið ástríki. Gunnhildur lézt árið 1957, aðeins hálffertug að aldri. (Sjá Glóðf. 10. h., bls. 74). F.ftir það bjuggu þau tvö í litla hi'isinu við Kirkjutorg, Þórey og Arni, tengda- sonur hennar. Var það henni ómetanlegur styTkur, aldraðri konu og einstæðri, að eiga að slíkan dreng sem tengdasonur hennar reynd- ist henni. Son eignaðist Kristján áður en hann giftist, Steingrím. Hann fórst með skipi um tvítugsaldur. Þórey Hansen var í góðu meðallagi á vöxt, björt á yfirbragð, fríð og forkunnar glæsileg kona framan af árum, enda kölluð Tungusól austur þar í Hróarstungu. Og raunar hélt hún reisn sinni alla stund, þótt eigi tæki á heilli sér árum saman. Hún var vel gefin og gerð, skemmtilega greind og margfróð, enda las hún ósköpin öll; ættfróð og stálminnug, meðan heil var og hraust, kunni kynstrin öll af sög- um og sögnum, vísum og kvæðum og sagði ágætlega frá. Hún var iiöfðingskona, hreinlynd og trygg, skaprík nokkuð, en glaðlynd og ræðin, hafði óskorað yndi af að veita gestum, háum og lágum, enda Þórey S. Hansen

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.