Glóðafeykir - 01.11.1972, Qupperneq 62
62
GLOÐAFEYKIR
júní 1876, dóttir Tómasar Jónssonar, Vermundssonar á Bassastöð-
um, og konu hans Þóru Guðmundsdóttur frá Klúku í Bjamarfirði.
Yoru þau hjón í húsmennsku á Bólstað um þær mundir.
Missierisgömul fór Kristrún í fóstur til
Kjartans bónda Guðmundssonar, móður-
bróður síns, og konu hans Guðrúnar Sigfús-
dóttur, er lengst bjuggu að Skarði í Bjarn-
arfirði. Hjá þeim óx hún upp til fullorðins-
ára. 1907—1909 var hún á Gjögri í Ámes-
hreppi og kynntist þar Benedikt Schram, er
þá var fyrir skömmu orðinn ekkjumaður og
stundaði sjóróðra frá Gjögri. Réðst Kristrún
til hans sem bústýra, fluttist með honum til
Sauðárkróks og þar giftu þau sig árið 1912.
A Sauðárkróki stóð heimili þeirra æ síðan.
Benedikt var sonur Friðriks Schrams, bónda
á Kornsá í Vatnsdal, Kristjánssonar Schrams, verzlunarstjóra á
Skagaströnd, og konu hans Sigríðar Jónsdóttur frá Rútsstöðum í
Svínadal. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en son átti Benedikt
með fyrri konu sinni, Gunnar Þorstein, og annan milli kvenna (?),
Ólaf Agnar, húsgagnasmið í Reykjavík. Benedikt lézt árið 1941.
Kristrún Schram var fönguleg kona á vöxt og vel á fót komin;
stórskorin nokkuð í andliti, mikilúðug á yfirbragð. Hún var vel
greind kona, lesin allvel, minnug og fróð á ýmsa hluti. Skaprík var
hún og örgeðja, viðkvæm í lund og þoldi illa mótgerðir. Hún var
hreinlynd og trygglynd, trúkona mikil, frábærlega barngóð. Allir
þeir, sem umkomulitlir voru, hvort heldur menn eða málleysingjar,
áttu hjá henni öruggt skjól. Kristrún var sjálfstæð að eðli og hugsun,
manndómskona, kunni því betur að gefa en þiggja og láta gjald fyrir
greiða koma, enda þótt efni væru eigi mikil.
ísak Jónsson, skólastjóri og kennari í Reykjavík, lézt þ. 3. des.
1963. Hann var fæddur að Gilsárteigi í Eiðaþinghá 31. júlí 1898.
Foreldrar: Jón bóndi og hreppstjóri í Gilsárteigi Þorsteinsson, Páls-
sonar, og kona hans Ragnheiður Sigurbjörg ljósmóðir, dóttir Isaks
bónda á Stóra-Steinsvaði í Útmannasveit. Benediktssonar.
ísak mun rafa alizt upp í föðurgarði, en snemma hugsað á nokk-
urn námsframa. Hann gekk í Hvanneyrarskóla og lauk búfræði-
prófi vorið 1919. Nam í Eiðaskóla 1920—1921; lauk kennaraprófi
1924. Sótti kennslustundir hjá Sigurði Nordal prófessor í Háskól-