Glóðafeykir - 01.11.1972, Qupperneq 62

Glóðafeykir - 01.11.1972, Qupperneq 62
62 GLOÐAFEYKIR júní 1876, dóttir Tómasar Jónssonar, Vermundssonar á Bassastöð- um, og konu hans Þóru Guðmundsdóttur frá Klúku í Bjamarfirði. Yoru þau hjón í húsmennsku á Bólstað um þær mundir. Missierisgömul fór Kristrún í fóstur til Kjartans bónda Guðmundssonar, móður- bróður síns, og konu hans Guðrúnar Sigfús- dóttur, er lengst bjuggu að Skarði í Bjarn- arfirði. Hjá þeim óx hún upp til fullorðins- ára. 1907—1909 var hún á Gjögri í Ámes- hreppi og kynntist þar Benedikt Schram, er þá var fyrir skömmu orðinn ekkjumaður og stundaði sjóróðra frá Gjögri. Réðst Kristrún til hans sem bústýra, fluttist með honum til Sauðárkróks og þar giftu þau sig árið 1912. A Sauðárkróki stóð heimili þeirra æ síðan. Benedikt var sonur Friðriks Schrams, bónda á Kornsá í Vatnsdal, Kristjánssonar Schrams, verzlunarstjóra á Skagaströnd, og konu hans Sigríðar Jónsdóttur frá Rútsstöðum í Svínadal. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en son átti Benedikt með fyrri konu sinni, Gunnar Þorstein, og annan milli kvenna (?), Ólaf Agnar, húsgagnasmið í Reykjavík. Benedikt lézt árið 1941. Kristrún Schram var fönguleg kona á vöxt og vel á fót komin; stórskorin nokkuð í andliti, mikilúðug á yfirbragð. Hún var vel greind kona, lesin allvel, minnug og fróð á ýmsa hluti. Skaprík var hún og örgeðja, viðkvæm í lund og þoldi illa mótgerðir. Hún var hreinlynd og trygglynd, trúkona mikil, frábærlega barngóð. Allir þeir, sem umkomulitlir voru, hvort heldur menn eða málleysingjar, áttu hjá henni öruggt skjól. Kristrún var sjálfstæð að eðli og hugsun, manndómskona, kunni því betur að gefa en þiggja og láta gjald fyrir greiða koma, enda þótt efni væru eigi mikil. ísak Jónsson, skólastjóri og kennari í Reykjavík, lézt þ. 3. des. 1963. Hann var fæddur að Gilsárteigi í Eiðaþinghá 31. júlí 1898. Foreldrar: Jón bóndi og hreppstjóri í Gilsárteigi Þorsteinsson, Páls- sonar, og kona hans Ragnheiður Sigurbjörg ljósmóðir, dóttir Isaks bónda á Stóra-Steinsvaði í Útmannasveit. Benediktssonar. ísak mun rafa alizt upp í föðurgarði, en snemma hugsað á nokk- urn námsframa. Hann gekk í Hvanneyrarskóla og lauk búfræði- prófi vorið 1919. Nam í Eiðaskóla 1920—1921; lauk kennaraprófi 1924. Sótti kennslustundir hjá Sigurði Nordal prófessor í Háskól-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.