Glóðafeykir - 01.11.1972, Síða 70
70
GLÓÐAFEYKIR
1951, flutti þá til Skagastrandar og stundaði þar byggingavinnu.
Settist á eignarjörð sína, Herjólfsstaði, vorið 1953 og bjó þar til
lokadags; hafði lítið bú, en fékkst löngum við byggingavinnu og
smíðar.
Hjörtur Magnússon var meðalmaður á vöxt, myndarlegur í sjón.
Hann var kappsmaður til vinnu og prýði-
lega verki farinn, skeifnasmiður ágætur og
smíðaði mörg ár hestajárn fyrir K. S. Hjört-
ur var geðbrigðamaður og stórbrotinn í
lund, kenndi og á stundum nokkurra öfga
í skapferli hans. En þótt fyrir kæmi, að í
odda skærist, var hjálpsemi og greiðvikni
svo ríkur þáttur í fari hans öllu, að í minni
mun verða þeim, er þekktu hann bezt.
Hjörtur dó ókvæntur og barnlaus.
(Eftir upplýsingum frá Guðm. Árnas.).
Benedikt Pétursson, bóndi á Stóra-Vatnsskarði, lézt þ. 11. sept.
1964. — Hann var fæddur í Borgarey í Vallhólmi 4. nóv. 1892. For-
eldrar: Pétur bóndi í Borgarey, síðar á Stóra-Vatnsskarði, Gunnars-
son, bónda í Syðra-Vallholti og síðar á
Hafragili á Laxárdal, Gunnarssonar lnepp-
stjóra á Skíðastöðum ytra, Gunnarssonar,
og kona hans Guðrún Þorvaldsdóttir bónda
á Framnesi í Blönduhlíð Jónssonar bónda
þar, Jónssonar, er átti Rannveigu Þorvalds-
dóttur Böðvarssonar próf. í Holti undir
Eyjafjöllum. Kona Þorvalds og móðir Guð-
rúnar var Ingibjörg Guðmundsdóttir á
Mælifellsá, en móðir hennar, Ingibjörg, var
ein þeirra Bólstaðarhlíðarsystra, dætra síra
Björns Jónssonar. Guðrún Þorvaldsdóttir,
móðir Benedikts, var ekkja eftir Árna
snikkara og bónda í Borgerey. Með honurn átti hún 3 börn: Ingi-
björgu, lengstum á Vatnsskarði, nú í Reykjavík, Jón, framkvæmdastj.
og síðar bankastj., og Árnn, bónda á Stóra-Vatnsskarði. Með Pétri
síðara manni sínum átti hún, auk Bencdikts, Þorvald, dó uppkom-
ínn, og Kristinu, er lengi var bústýra hjá Benedikt bróður sínum.
Benedikt óx upp með foreldrum sínum. Reisti bú á Vatnsskarði
Bcncdikt Pétursson
Hjörtur Magnrísson