Skírnir - 01.01.1955, Side 10
6
Kristján Eldjám
Skimir
veröld hennar, þegar hún fór fyrst vitandi vits að skynja til-
veruna umhverfis sig. Henni er það tamt að hugsa sér Davíð
Stefánsson ungan og glæstan, goðumlíkan eins og grískan
kappa, þótt vitað sé, að skáldið sætir þvi hlutskipti mennskra
manna, að árin færast yfir, og situr nú hærum skrýddur á
friðstóli í fósturbæ sínum, Akureyri við Eyjafjörð. Þessi æsku-
mjmd af Davíð Stefánssyni, það er myndin af skáldinu,
eins og maður hugsaði sér, að skáld œtti að vera, og enn í
dag, á sextugsafmæli sínu, þótt komnir séu nýir herrar og
nýir siðir, er hann skáldiS i huga þeirra fslendinga, sem
mótun fengu öndverðlega á öðrum fjórðungi þessarar aldar.
Það lætur að líkmn, að kyrrara veður hafi kringum hann
ríkt á seinni árum en fyrr á tíð, en þessi mynd hefur ekki
bliknað. Enn þá eru í fersku minni viðtökurnar, sem
hann fékk. Þjóðin þekkti hann strax og tók honum tveim
höndum, eins og menn þekkja aufúsugest, sem þeir hafa
lengi beðið eftir og vita, að muni koma. Svartar fjaðrir komu
út árið 1919, þegar Davíð var 24 ára. Hann varð þá þegar
óskmögm- þjóðar sinnar. Þess mimu fá dæmi, að ungu skáldi
hafi verið fagnað af einlægari hrifningu. Ævintýraprinsinn
var kominn, og ríkið var lagt að fótum honum. Oft er við
brugðið því öfugstreymi mannlegra kjara, að misskildir séu
og vanræktir hinir beztu menn, þangað til þeir séu í helju
og hvorki nær til þeirra hlýja né virðingarvottur. Of seint,
of seint, hrópar hin illa samvizka af spjöldum bókmennta-
sögunnar.
Oftast fyrst á þessum þyrnikrans
þekkir fólkið tign síns bezta manns,
kvað Matthías. Víst hefm slíkt oft gerzt, og ef til vill gerist
enn mörg þvilik saga, en þó held ég, að nútiminn þekki þessi
víti nógu vel til að vilja varast þau, reyni að þekkja sína
beztu menn í tæka tíð. Vér gerum oss nú ljóst, að blómi
islenzkrar menningar er ritmenning og skáldmenning. 1 bók-
um er vor dýrsti arfur, og þeim, sem þann arf ávaxta, viljum
vér sýna tilhlýðilegan sóma, hvemig sem oss tekst. Sjálfsagt
er enn nóg til af glapsýni og tómlæti. En því meiri ástæða