Skírnir - 01.01.1955, Síða 11
Skimir
Davíð Stefánsson sextugur
7
er til að fagna, þegar telja má, að sæmilega hafi tekizt að
búa að skáldi, meðan enn var dagur til þess.
Þjóðin gekkst undir eins við Davíð Stefánssyni sem blóði
af sínu blóði og hefur alltaf gefið honum gott hljóð. Það er
von vor, að hann geti minnzt þess á efri árum, að þjóðin
hefur oft sýnt honum hollan hug sinn í verki, og má sem
tákn þess nefna, er norðlenzk skólaæska gekk blysför á fund
skálds síns á fimmtugsafmæli hans fyrir tíu árum. í dag
leitumst vér við að tjá honum þann hinn sama hug.
Óþarft er að kynna Davíð Stefánsson með ættartölu og
æviatriðum. Allir vita, að hann er kvistur á góðum íslenzkum
stofni, og engan þarf á því að fræða, að hann hefur áratugum
saman staðið í fylkingarbrjósti íslenzkra ljóðskálda, hefur
gefið út sjö ljóðabækur, sem komið hafa í mörgum útgáfum
og eru í hvers manns húsi, samið langa og merkilega skáld-
sögu, skrifað fjögur leikrit, sem öll hafa verið sýnd og þrjú
prentuð, hefur haldið fjölda fyrirlestra og lesið upp ljóð sín
í útvarp og á mannamótum, hefur verið lifandi kraftur í
þjóðlífinu, allt síðan lauk fyrri heimsstyrjöld. Um þetta er
óþarft að fjölyrða. Ekki skal hér heldur gerð ritskýranda-
tilraun til að rekja sundur skáldskap Davíðs, til þess er ekki
staður né stund, né heldur er ræðumaður þar til kjörinn. Er
og mjög undir hælinn lagt, hve sannar slíkar sundurgrein-
ingar eru eða geðþekkar viðkomandi listamanni, nema farið
sé um meistarahöndum, sem fáum eru léðar. En skylt er að
geta þess enn við þetta tækifæri, sem kunnugt er þó alþjóð,
að tilkoma Davíðs táknar aldahvörf í íslenzkum skáldskap.
Rösklega tvítugur að aldri kom hann skyndilega fram á sjónar-
sviðið, hartnær fullmótaður listamaður, og þeytti gjallarhom
sitt með þeim tilþrifum, að heyrðist um land allt og hvert
mannsbam vissi, að ný skáldöld var gengin í garð. Oft er
svo að orði kveðið, að það séu ekki mennimir sem einstakling-
ar, er tímamótum valdi, heldur kalli tímamótin eða andi
þeirra mennina og geri þá að sínum túlkum. Hér er vant
sundur að greina, en oss er áskapað að hylla hugsjón hvers
tima í liki boðbera hennar, mannanna, og ekki þarf að fara
í grafgötur um, að boðberi tímamótanna á öðrum og þriðja