Skírnir - 01.01.1955, Page 12
8
Kristján Eldjám
Skírnir
tug þessarar aldar er Davíð Stefánsson, framar öllum öðrum.
Það var hann, sem tók af skarið og fór fyrir hinum mörgu,
sem þá voru kallaðir. f einni svipan varð bylting í íslenzkum
ljóðstíl, líkt og lostið væri töfrasprota. Með mælsku, orð-
kynngi og dirfsku sýndi Davíð i ljóðum sínum, hvílíkum
feikna möguleikum íslenzkt mál og íslenzkt ljóð býr yfir,
nýjum möguleikum, sem engan mann óraði fyrir á þeirri
miklu skáldaöld, sem var að kveðja. Menn fundu, að hér
voru mikil tíðindi að gerast. Aldrei framar mundi vera hægt
í fullri alvöru að yrkja í ljóðstíl og á bragamáli 19. aldar,
svo mögnuð voru áhrif hinnar nýju braglistar, en hins vegar
vísaði hún veg inn á nýjar víðáttur tungu og ljóðs, þar sem
ríkti margvíslegt frelsi, sem bannað var hinum fyrri skáld-
um. Mikill fögnuður var boðaður ungskáldunum, sem þá
voru á hrifnæmasta skeiði, voru að reyna flugfjaðrimar. Hér
var sá kominn, sem hjó fjötra af skáldskapnum og tilfinninga-
lífinu í sama mund og þjóðin losaði sig úr viðjum fyrri aldar
í þjóðháttum og þjóðfélagsmálum, brautryðjandi, sem sýndi
með dæmi sínu, hvert fara skyldi og fært var, ef hugur fylgdi.
Þó ekki væri fyrir annað en fyrstu ljóðabók sína hefur Davið
Stefánsson unnið sér sess á áberandi stað í íslenzkri bók-
menntasögu. Og fyrir þetta eiga öll skáld, sem síðan hafa
kveðið á vora tungu, honum skuld að gjalda, einnig sú kyn-
slóð skálda, sem nú er að vaxa úr grasi og kveður við annan
grunntón en þann, sem hann gaf mál, og er honum óskyld
að lífshorfi. Hún kveður við annarlegt lag, en mun þó hljóta
að leika á hið gamla hljóðfæri, forna íslenzka ljóðhefð, sem
hún tekur við úr hendi þess tímabils, er með réttu verður
kennt við Davíð Stefánsson, þótt hún stilli það eftir sínu eyra,
eins og aðrir hafa gert á undan henni.
Við inngöngu hinnar nýju skáldaldar var baki snúið við
ýmsum ytri einkennum á skáldskap fyrri aldar. Kenningum
og öfugsnúinni orðaröð var hafnað, mælt mál lagt til grund-
vallar ljóðmálinu að niðurröðun orða og setningaskipan. Nýir
hættir komu fram, lausari í reipum, flughraðir, ofdirfsku-
fullir, í góðu samræmi við þann eld og flug, sem var í hinum
nýju ljóðum. Hins vegar var ekki hafnað frumreglum íslenzks