Skírnir - 01.01.1955, Page 17
Skímir
Davíð Stefánsson sextugur
13
hans. Skáldum gefum vér ebki einkunnir til þess að raða
þeim eins og skólasveinum í bekk, því að þau verða ekki á
eina stiku mæld, heldur metum vér að verðleikum það, sem
hver og einn hefur gefið, án samanbtu-ðar. 1 dag hyllum
vér Davíð Stefánsson, sem einn af fyrirmönntmi vorum og
óskum honum á efri árum gleði og fullnægingar fyrir þá
manndáð að hafa verið sinni köllun trúr, hafa lotið hinum
mikla mætti og haldið þangað ótregur, sem hin hulda hönd
vildi leiða hann. Því það hefur Davíð gert, hann hefur verið
trúr í þjónustu listar og anda, fjölþættur í eðli, en þó einn og
heill innan þeirrar sterku umgerðar, sem er hin alvarlega,
hugheila og tilgerðarlausa lífsafstaða hans. Þess vegna er
hann enn ungur í anda og ber ávöxt, sextugur að árum.
Hann kom fram á sjónarsviðið ungur að aldri, en vaxinn
að þroska. Hann er á sviðinu enn, roskinn að árum, án þess
að hafa brugðizt þeim fyrirheitum, sem hann gaf í æsku.
Tæpitungulaust má spá honum þeirri hamingju á efri árum,
að ekki þverri né gruggist þær lindir, sem skáldskapur hans
hefur runnið af. Þær hafa enzt honum og munu endast,
því að þær koma djúpt að.
Með þeim orðum sendi ég þjóðskáldi voru, Davíð Stefáns-
syni, heila þökk og hlýjar árnaðaróskir á sextugsafmæli
hans.