Skírnir - 01.01.1955, Page 18
SIR RICHAKD PAGET:
UPPRUNI TUNGUMÁLA.
[Grein þessi var samin fyrir alþjóðanefnd til samningar sögu vísinda-
og menningarþróunar mannkynsins og var fyrst birt í Journal of World
History, II, 399—414, París, Libraire des Meridiens, okt. 1953. — Höf-
undur greinarinnar dó 23. október 1955].
I.
Árum saman hef ég rannsakað sérstaklega uppruna og eðli
tungumála og samband þeirra við patlæti þess táknmáls, sem
Indíánar Norður-Ameríku, sumir frumbyggjar Ástralíu, íbúar
þýzku Kamerúnar og fleiri nota svo mjög. Ég hef líka nokkra
þekkingu á hugarstarfi daufdumbra, sem ekki hefur verið
kennt, og þær takmarkanir, sem alger vöntun orða eða heita
skapar þeim. Þegar kannaður er uppruni tungumála, er vitan-
lega nauðsyn að athuga, hvað tungumál eru í raun og veru.
Niðurstöður mínar eru að mestu fengnar með því að hljóð-
greina talaða ensku, frönsku og nokkuð rússnesku. Helztu
atriði þeirra eru þessi:
1) Sérhljóð myndast við sérstakar hreyfingar vara og tungu.
2) Samhljóð myndast við sérstakar hreyfingar vara, tungu
og mjúka gómsins.
3) Bæði sérhljóð og samhljóð er hægt að mynda með til-
búnum talfærum úr plasti, pappa eða gúmmi, ef þau eru svo
útbúin, að þau myndi sams konar hljóma og heyra má við
munnhreyfingarnar, að fráskildum hljóðmyndunum í barka.
4) Hljóðmyndunin (í barka mannsins eða tilbúnum tal-
færum) heyrist bezt með því að hleypa loftinu út úr talfærinu
eða eftirlíkingu þess og setja það þann veg í hreyfingu.
5) Merking málhljóðanna byggist á stöðu og/eða hreyfingu
talfæranna.
6) Hlutverk hljóðmyndunar í barkanum er að gera stöðu
og hreyfingar talfæranna greinanlegar úr fjarlægð eða í
myrkri.
7) Þessi mismunandi staða og hreyfing eru að mestu látæðis-
hreyfingar og eiga upptök sín í hreyfingu handarinnar.