Skírnir - 01.01.1955, Side 19
Skímir
Uppruni tungumála
15
Með öðrrnn orðum: mannlegt mál er að mestu kerfi úr tákn-
andi hreyfingum talfæranna, en þeim fylgja venjulega barka-
myndanir (röddun, röddunarleysi, hvísl), sem tjá tilfinninga-
legan bakgrunn málsins. — Talhreyfingarnar eru ósjálfráður
árangur af samræmi milli handhreyfinga og munnhreyfinga
(Charles Darwin: The Expression of Emotions, 1872). Mikil-
vægt er að gera sér grein fyrir, að venjulegt raddað mál
er samhand tveggja aðgreindra þátta: tjáningar hugsana með
munnhreyfingum og tjáningar kennda með barkamyndun
hljóða.
Það er merkilegt, að hingað til hafa hvorki nútíma-málfræð-
ingar né mannfræðingar rannsakað látbragðseðli mannlegs
máls, þó með einni heiðarlegri undantekningu. Ekki hafa þeir
heldur rannsakað hina mannlegu og steingervingslegu hugsana-
starfsemi ólærðra daufdumbra, þó að hið táknandi látbragðs-
mál þeirra, er þeir nota til að komast í samband hver við ann-
an, sé i rauninni hið eina meðfædda mál allra manna. Þessi
„heiðarlega undantekning“ er hinn kunni málfræðingur próf.
Alexander Jóhannesson, rektor Háskóla fslands. Hann gerði
uppskátt árið 1943 eftir yfirgripsmiklar rannsóknir á 20 þús-
und íslenzkum orðum og 2200 indóevrópskum rótum, sem
þau eru dregin af, að verulegur hluti þeirra myndast við tal-
hreyfingar, sem eru ómeðvitaðar stælingar á handapati, sem
hefur hins vegar upphaflega hlotið að geyma mismunandi
merkingar þessara róta. Síðan hefur prófessor Alexander fært
þessar rannsóknir sínar til nokkurra óskyldra málætta, forn-
kínversku, polynesísku, semízku, tyrknesku og grænlenzku, og
hann hefur fundið hið sama í öllum þessum ættum.1) Nú
verður gildi látæðiskenningarinnar tæpast vefengt.
f þeirri von, að þessi rannsóknaraðferð og þessi athugun á
hugarstarfi daufdumbsins geti orðið til gagns við að kynnast
steinaldarmanninum, hefur grein þessi verið rituð. Bækur þær,
sem birtar hafa verið um rannsóknir mínar, Human Speech
(Kegan Paul, London and New York, 1930) og This English
(Kegan Paul, London 1930) eru því miður báðar uppseldar.
Aðgengilegt yfirlit er að finna í Science News 20, 82.—94. bls.,
Penguin Books, Harmandsworth, Middlesex, 1951.