Skírnir - 01.01.1955, Side 20
16
Sir Richard Paget
Skímir
II.
Próf. Zeuner hefur ritað um æðri spendýr í Dating the
Past2) og kemst að þeirri niðurstöðu, að þau hafi verið ríkjandi
á jörðunni fyrir 60 milljón árum og að meðal þeirra hafi verið
fyrirrennarar hominis sapientis. En að undanskildum frum-
steinaldarmönnum Austur-Afríku — þeir hafa skilið eftir
mannaminjar fyxir um milljón árum — hafa engin merki um
mannlega þróun fundizt, sem talizt geta miklu eldri en frá
ofanverðri steinöld hinni fomu, við skulum segja fyrir 550 þús-
und árum. Á þeim tímum vom auðsjáanlega margar mismun-
andi tegundir apa, svipaðar górillum og simpönsum nútímans,
og höfðu ýmsa mannlega eiginleika, gátu til dæmis gengið
uppréttir og vom tenntir líkt mönnum.3) Sumir stóm apamir
höfðu — eins og afkomendur þeirra nú — heilabú, sem nálg-
aðist heilabú mannsins að stærð, 600 rúmsentimetra, en hjá
nútímamanni er það 900 rúmsentimetrar og þar yfir. Nútíma-
apar hafa blóðflokka og tíðabrigði svipað mönnum,4) svo að
það er rik ástæða til að ætla, að frummaðurinn og apar þeirra
tíma hafi verið skyldir, en þó fjarskyldir.
Með hliðsjón af miklu lengri tilvistartíma stóru apanna og
miklu hægari þróun þeirra en mannsins virðist heimilt að
álykta, að hættir þeirra apa, er nú lifa, séu ekki mjög frá-
brugðnir háttum þeirra apa, sem uppi voru fyrir milljón ár-
um. Ef þetta er rétt, getum við litið svo á, að lífshættir nútíma-
apans (og annarra „fornra“ tegunda æðri dýra) gefi bendingar
um lífshætti á tímum fyrsta steinaldarmannsins.
Ekki er auðvelt að benda á neinn flokk eiginleika, sem sýni
þróunina frá apa til manns.5) Víst er, að frummaðurinn bjó
í smáum ættfélögum (fjölskylduhópmn), eins og stóru aparnir.
Sennilega hefur hann dvalizt mjög í skógarjöðrum, þar sem
voru rjóður opin fyrir göngur og hlaup. Hann hefur safnað
sér fæðu, og hver maður þurfti um fimm mílna veiðisvæði;
hann hefur verið alæta. Frummaðurinn var veikur og vamar-
laus, til dæmis gegn stóru öpunum, en heilayfirburði sína
notaði hann til að búa sér til vopn, svo sem spjót (eða kast-
spjót), sem hann notaði til að halda óvinum í skefjum. Og ef
dæma má eftir öpmn nútímans, t. d. simpönsum, hefur líf