Skírnir - 01.01.1955, Page 21
Skimir
Uppruni tungumála
17
frummannsins verið næsta tilfinningaríkt; hann hefur alið önn
fyrir fjölskyldu sinni og skemmt sér við söng, dans, trumbu-
slátt,6) litskrúð — og konur voru byrjaðar að meta persónu-
legt skraut! Svipaðar verða niðurstöður af athugunum á skipu-
lagningu fjölskyldulífs og ættfélags, jafnvel meðal hinna frum-
stæðustu ættflokka nútímamannsins.
Það mætti spyrja, hvað hinum æðri öpum og frummannin-
um hafi áunnizt með því að auðga tilfinningalíf sitt með slik-
um ráðum sem dansi, trumbuslætti, söng, kvenskrauti o. s. frv.
Með öðrum orðum, hvaða þátt áttu þessir hlutir í að efla lífs-
möguleika þeirra tegunda, sem tóku þá upp? f fyrsta lagi voru
hinar æðri apategundir og frummaðurinn ekki mjög frjósamir
af náttúrunnar hendi, kvenapar og konur fæddu ekki mörg
afkvæmi í senn, og fjölskylduhóparnir voru tiltölulega smáir
og dreifðir. Þá voru þessar tegundir flakkandi, önnum kafnar
við að safna sér fæðu, róta í jörðinni og kynna sér um-
hverfið.7) Heilar þeirra voru stórir í samanburði við önnur
dýr, þær voru að eðlisfari handlagnar og leiddust því til að
eyða tíma sínum t. d. við að reisa sér býli á jörðu niðri eða
í trjákrónum. f stuttu máli: þær hafa hneigzt að athafnasömu
og ótömdu lífi. Það er líklegt, að hvötin til dansa, söngva,
trumbusláttar, kvenskrauts o. s. frv. hafi verið nauðsynleg
viðbót við aðdráttarafl heimilislífsins og hafi sérstaklega orkað
á hugrekkið til ástamála. Enginn vafi er á því, að söngfuglar
ná miklu betri aðstöðu í ástamálum fyrir söng sinn, bæði til
að ganga í augun á kvenfuglinum og til að lýsa yfirráðarétti
sínum. Það er ekki heldur efi á því, að hinir dansandi karl-
fasanar8) ná kynferðislegum yfirburðum með dansleikni sinni,
því að kvenfasanar velja sér maka úr hópi hinna beztu dans-
ara. Það má því vel vera, að þróun söngs til tilfinninga-
tjáningar í málinu hafi verið frummanninum raunverulegur
ávinningur.
Prófessor H. N. Ridley lýsti 1927 fyrir mér söng gibbon-
apanna með hvítu andlitin (Hylobates agilis) 1 Singapore.
Gibbonarnir sungu við sólarupprás og í tunglsljósi eða til að
skara fram úr söng annarra gibbona. Það tók hvem gibbon-
apa mörg ár að læra að syngja rétt. Einn þeirra hafði sér-
2