Skírnir - 01.01.1955, Qupperneq 22
18
Sir Richard Paget
Skirnir
staklega góða rödd (auknefndur Caruso) og vildi aldrei syngja
nema á daginn í viðurvist manna.
Prófessor M. Rothman og Phil. E. Tauber9) hafa lýst öðrmn
athöfnum nútímaapans og segja frá athugunum sínum á
simpönsum undir umsjá þeirra við rannsóknarstöðina (An-
thropoid Station) í Teneriffe. „Soldán“ dansaði fyrir kon-
urnar sínar þrjár og bankaði í takt á veggina á svefnherbergi
sínu. Ein af konunum, Tschego, dansaði fyrir Soldán, vaggaði
búknum og barði með höndunum á gólfið. Dýrin virtist
dreyma á næturnar og hrópuðu upp í svefninum. Það sást, að
þau notuðu margar táknandi bendingar, handapat, vara- og
höfuðhreyfingar, og undrun létu þau í ljós með opnum munni.
Óþolinmæði sýndu þau með því að lemja hendinni í jörðina
og tilhlökkun með því að kinka fjörlega kolli.
Árið 1896 lýsti R. L. Gamer, hvernig trumbur eru búnar
til úr leir. Dýrin klíndu leir á gljúpan móköggul, um tvö fet
þvermáls. Þegar þetta var orðið vel þurrt, gaf það frá sér
tón við áslátt, og þarna var komin trumba, sem var notuð,
meðan hin dýrin voru að dansa. Menn trúðu Garner ekki í
fyrstu, en próf. Zuckermann vitnar til Garners og fellst á
niðurstöður hans (í riti sínu Social Life of Monkeys and
Apes, 1932, bls. 178), svo að þessi saga um leirtrumbuna
getur verið sönn, og apar Garners hafa ef til vill bent til upp-
hafsins á listum manna og hljóðfæragerð.
Þess skyldi minnzt, að á steinöld hinni fornu hafa um mörg
hundruð ára skeið ekki verið nein samskipti manna með orða-
máli, sökum þess að — eins og sýnt verður hér á eftir —
raunverulegt tungumál skapaðist fyrst, þegar maðurinn fór að
ná valdi á að stjórna hugsun sinni, en það leiddi til orðamáls
og uppfinningahæfileika. Upphaflega tjáði maðurinn kenndir
sínar eins og svo margir fuglar með raddblænum og andlits-
svipnum, og hann „sagði frá“ einföldum athugunum sínum
með því að tjá þær í látæði almennt.
Monboddo lávarður sagði 1773: „Ég held ég hafi sannað . . .
með rökstuðningi bæði a priori og a posteriori, að manninum
sé ekkert mál náttúrlegt nema það, sem er öðrum dýrum eðli-
legt, og allt, sem sagt verður um manninn, er, að hann hefur