Skírnir - 01.01.1955, Síða 24
20
Sir Richard Paget
Skimir
leitt skilja það daufdumbar allra þjóða. En hin tiltölulega nýja
uppgötvun hugsunar í ákveðnum tilgangi, þeirrar er greinir
sundur atburði og gefur hverjum þætti atburðarins orðtákn
(eða annað tákn), er manninum ekki eðlislæg; hún er til-
tölulega ný aðferð hugarins, sem hver heyrandi einstaklingur
verður að læra í barnæsku. Þessi aðferð er geysimikilvæg,
því að hún hefur veitt mannkyninu möguleika á rökréttrihugs-
un og gefið því gáfur ímyndunarafls og uppgötvana. Það virð-
ast gildar ástæður til að álíta, að hugarstarfsemi eldra stein-
aldarmanna hafi ekki verið mjög frábrugðin hugsunarstarf-
semi daufdumbra nútímans.
III.
Frummaðurinn, rólegur og með góða vörn gegn sterkari
óvinum, þar sem var betri heili, hefði getað haldið áfram að
vera til í alsælu sinni um áramilljónir, eins og margir apar
höfðu gert, meðan loftslag var honum hentugt. Meðal þess,
sem maðurinn hefur fram yfir dýrin, er venjulega talinn hæfi-
leikinn til að miðla öðrum einstökum atriðum reynslu sinnar.
En viðurkenna verður, að þessi aðferð til að miðla öðrum af
reynslu sinni i einstökum atriðum er raunar mjög nýtt
þróunarskeið og háð hæfileikanum til að tala með orðum.
Um meginhlutann af áramilljónasögu mannsins var mögu-
leiki hans til reynslumiðlunar einungis látbragðsmál, er lýsti
athöfnum og þjóðsögum ættarinnar, dönsum, viðhorfi við að-
komumönnum, hernaði o. s. frv. Aðferð frummannsins til að
miðla tæknireynslu sinni, t. d. hvernig verkfæri voru búin til,
hefur þá verið sú, að eldri kynslóð sýndi hinni yngri aðferðina,
með öðrum orðum verkleg kennsla.
Ég minntist á spjót og kastspjót, og það er augljóst, að til
að búa til þvílík verkfæri þurfti maður eitthvað harðara en við
eða bein til að skera, skafa og telgja til. Nauðsyn kenndi hon-
um að nota sér egghvassa steina, sem náttúran hafði klofið
niður, svo sem tinnusteina eða aðra svipaða. (Sú staðreynd, að
ættflokkurinn Pitchindadjara11) í Muswell-fjöllum í Ástralíu
notar enn þess háttar „verkfæri“, sem tilviljunin veitir þeim,
en hefur aldrei komizt á lag með að kljúfa tinnusteina sjálfur,