Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 25
Skírnir
Uppruni tungumála
21
gerir þessa tilgátu sennilega.)—Er tímar liðu, komst frummað-
urinn nokkur hundruð þúsund árum síðar fyrir heppilega til-
viljun að raun um (eins og líka æðri dýr), að hann gat búið sér
til betri verkfæri með því að slá saman tveim tinnusteinum12),
og þannig skapaðist fyrsta handöxin („coup de poing“) eftir
mikla reynslu og mistök. Og eftir því sem prófessor Zeuner
segir, entist þessi tækni án verulegrar breytingar í 300 þúsund
ár. Rétt er að leggja áherzlu á, hversu langt þetta tímabil
er, þar sem engar breytingar gerðust, því að það er sterk
sönnun þess, að frummaður þess tima hafi ekki getað talað né
gert uppfinningar. Hann gat ekki talað, af því að eina tján-
ingaraðferð hans (önnur en til að tjá tilfinningar) var látæði,
sem lýsti viðburðum í heild, og hann gat ekki gert uppfinn-
ingar, af því að hann hafði enga hugmynd rnn hin einstöku
atriði, sem allar nýjar atburðarásir eru óhjákvæmilega sam-
settar af, eins og nútímabarn, sem fæðist heymarlaust og lærir
ekki að tala. En við notkun handaxarinnar hlýtur verklagni
mannsins að hafa þróazt mjög og þar með lagni hans til að
sýna atburði með látæði, pati, og enn hlýtur forvitni hans
og athyglisgáfa að hafa þroskazt við þetta. En meðan hann
hélt áfram að hugsa í heilum atburðum og heildum, gat hann
ekki tekið upp orðamál. Það er almennt viðurkennt, að mann-
leg hauskúpa og tennur, ásamt einföldum verkfærum, séu
óbrigðull vottur um málgáfu. Þannig segir Sir Arthur Keith
um Chelles-manninn fyrir 100 þúsund áram: „Af lagi heilans
og hökunnar, sem eru nákvæmlega eins og á nútímamanni,
drögum við þá ályktun, að maðurinn hafi fullum fetum getað
talað.“ 13) Ég geri ekki ráð fyrir, að þessi ályktun sé lengur
viðunanleg, því að engar nútímarannsóknir á hauskúpum
fnunmanna geta sýnt, hvort hlutaðeigandi hefur getað tal-
að eða ekki, ekki fremur en þær geta á okkar dögum sýnt,
að sá, sem fæddur er heyrnarlaus, getur ekki talað, né heldur,
að margir æfðir páfagaukar geta sagt heilar setningar. Fæddir
heymarleysingjar og málleysingjar nú mundu ekki hafa hina
minnstu hugmynd um mannlegt mál, ef þeir væru látnir
afskiptalausir, né heldur gætu þeir hugsað i einingum sam-
svarandi máli. Þó standa heilar þeirra og hökur ekki að baki