Skírnir - 01.01.1955, Side 28
24
Sir Richard Paget
Skímir
hyglinni að látæðishreyfinguntnn, gerði látbragðið skiljan-
legra. En hljóðmyndunin sjálf skildist ekki, nema látæðið,
sem hún var í tengslum við, sæist.
Það má vel vera, að vissa einfalda og tíða atburði hafi verið
tekið að tjá með ákveðnu látæði, sem svo að sínu leyti skóp
ákveðna röð af hljóðum líkum málhljóðum. Sum þessara hljóða
hafa getað lifað í máltnn frumstæðra þjóða, svo sem meðal
Indíána í Ameríku,20) og þar með verið uppspretta eða undir-
rót svo kallaðra „orðasetninga“, setninga, sem eru samsettar
úr merkingarlausum atkvæðmn, en hafa þó merkingu, þegar
þau koma öll saman (,,holophrases“). Bezt þekkt slíkra setn-
inga eða atkvæðaraða — er orðsetningin „mamihlapinatapai“
úr máli Fuego-Indíána, en hún merkir: „það, að tveir horfa
hvor á annan í von um, að annar bjóðist til að gera eitthvað,
sem báðir æskja, en eru ófúsir að gera“! — eða „opinnarnak",
sem merkir „það, sem gæti komið fyrir þig eins og málum
er háttað“, — eða úr máli Huron Iroquois: „daustuntewacha-
ret“, sem merkir „það er ekkert vatn í pottinum“. — E. J.
Payne taldi orðsetningar vera mjög frumstætt form máls, en
hafði enga hugmynd um, hvernig þær hefðu komið upp.
Hann segir: „Orðsetningin óx smám saman upp úr klunna-
skap sínum, þegar hugurinn fór að greina merkingar sund-
ur“. — Því miður var Payne eins og aðrir samtíma málfræð-
ingar hans og gaf ekki gaum að patlátunum, sem veittu merk-
ingu orðsetningum eða töluðu máli. En þetta er rétt hjá hon-
um um hugarstarfsemina við merkingargreiningu, sem hafi
útrýmt orðsetningum og sett töluð orð í þeirra stað.
Dr. R. R. Marett sálugi sagði mér, að Sir Arthur Evans
hefði komið með þá skemmtilegu tilgátu, að fjölbreytnin í mál-
um Norður-Ameríku væri ef til vill svona mikil af þvi, að
fyrstu innflytjendurnir til Norður-Ameríku — þeir sem fóru
um landeiðið, þar sem nú er Behringssund — hefðu ekki átt
sér fullburða tungumál, en ef þessir innflytjendur hefðu nú
verið komnir svo langt að nota ákveðið merkjamál með eins
konar orðum (eins og þeir hafa ef til vill gert), mundi mega
búast við því, að það hefði komið af stað talmálum, sem hefðu
verið svipuð sín á milli. — En þessa fjölbreytni málanna —