Skírnir - 01.01.1955, Page 29
Skímir
Uppruni tungumála
25
sem Sir Arthur Evans tók eftir — væri hægt að skýra með
því, að innflytjendurnir hefðu enn verið á því stigi að tjá sig
með almennu látæði.
Vænlegasta aðferðin til að kanna skynsemi forsögulegi'a
manna á tilteknu tímabili mundi vera sú að safna vitneskju
um uppfinningahæfileika þeirra á því ákveðna tímabili, því
að skortur markvísrar hugsunar er líka skortur á uppfinninga-
gáfu, en þegar við förum að kynna okkur hana, sjáum við,
að litlu skakkar á uppfinningagáfu manns og dýra. Athugum
til dæmis snilld og fullkomnun í skipulagningu hunangsflug-
unnar, sem á sér heilt kerfi af látæðismerkjum til að sýna
stefnu og f jarlægð, miðar við stöðu sólarinnar og bendir þannig
á hvern nýjan matarfund.21) Eða þá fullkomna samsetningu
hurðarinnar hjá köngulónni, sem setur silkilamir á hurð sína
og felur hana svo vel með felulitum, að hurðin sjálf er nær
ósýnileg. Eða hreiður vefarafinkunnar í Ástralíu. Hún byggir
sér laufskála og skreytir hann í fegurðarskyni einu saman. Sir
William Jenkins í South Melbourne hefur lýst fyrir mér klak-
vélinni, sem kalkúni einn í runnum Ástralíu býr til handa
sér og hitar upp. Fuglinn safnar saman nægilega miklu af
laufblöðum, til að i þeim hitni af sjálfu sér, þangað til hitinn
er orðinn hæfilegur til að klekja eggjunum. Hænan verpir
síðan í heita hrúguna og lætur hægan sjálfgerðan hita um það,
sem eftir er. Næsta ár koma sömu fuglar og bæta við hrúguna,
þangað til klakhitinn er aftur orðinn nógur. Slíkar hrúgur
geta orðið sex feta háar.22) Eggin leggja fuglarnir í hring,
með níu til tólf þumlunga millibili, grafa þau niður meir en
armslengd og láta breiða endann snúa upp. Fuglarnir safna
í hrúguna á nokkrum vikum fyrir varptímann. Og tækni
þessa runnakalkúna nálgast mjög það, þegar maðurinn upp-
götvaði eldinn, en það var einmitt eitt stærsta skref mannsins
á steinöld hinni fornu.
Mönnum gæti dottið í hug að spyrja, hvort það að kveikja
eld hafi útheimt uppfinningu eða hvort athygli mannsins
hafi beinzt að heppilegri tilviljun. Auðvitað gat eldur myndazt
á eðlilegan hátt af eldingu eða sjálfsíkveikju í hrúgu af jarðar-