Skírnir - 01.01.1955, Síða 30
26
Sir Richard Paget
Skírnir
ávexti, plöntublöðum eða þess háttar. Þriðji möguleikinn, sam-
núningur tveggja greina úti í náttúrunni, er ekki eins trú-
legur. Það mundi ekki þurfa uppfinningu til að halda eldi lif-
andi með því að bera á hann eldivið né til að lífga glæður
með því að blása í þær. Með þeim hætti mátti lífga jafnvel
fáeina neista með hæfilegum góðum eldivið og réttum blæstri,
jafnvel æsa þá upp í loga. Með því að bora spýtu í tré og snúa
henni rösklega, það er með því að velta henni fram og aftur
milli lófanna, mátti svíða hana og jafnvel gera glóð, ef vel
var að verið. Þetta mátti svo glæða upp í loga, svo að það er
engan veginn ólíklegt, að menn hafi fyrir heppilega tilviljun
farið að nota náttúrlegan eld og eld framleiddan af manna-
höndum. Með öðrum orðum, þó að sjáanlegt sé, að eldur hafi
verið notaður eða jafnvel beinlínis búinn til, sannar það ekki,
að þeim, sem notaði eldinn eða bjó hann til, hafi lærzt að
stjórna hugsun sinni.
Þó að þetta, sem hér hefur verið sagt, sýni, að dýrin geta
haft ráðkænsku sambærilega við hugvit nútímamannsins, hafa
þau náð þessum árangri á milljónum ára, en maðurinn nær
honum á klukkustundum eða dögum, í hæsta lagi einum eða
tveim mannsöldrum. Af þessu leiðir, að þær uppfinningar
dýranna, sem við höfum verið að tala um, hafa getað verið
til komnar milljónum ára áður en þróun mannsins kom til
sögunnar. Ef svo er, má vel vera, að frumstæð list manna,
söngur, trumbusláttur, dans og kvenskraut, hafi verið arfur
frá dýrum og að maðurinn hafi ósjálfrátt stælt þetta, áður en
hann fór sjálfur að gera uppgötvanir.
Maðurinn hefur tiltölulega seint komizt upp á að gera upp-
götvanir af ásettu ráði. Hann raðar saman reynsluþáttum
sínum á nýjan hátt þann veg, að búast megi við nýjum árangri.
Hann getur þá borið árangurinn saman við gömlu skilyrðin,
eins og þau voru fyrir tilraunina. f náttúrunni sjálfri koma slik
sambærileg skilyrði — hins gamla og hins nýja — aðeins
fyrir um áramilljóna bil ef til vill. Ef árangurinn verður þá
ljós og ber með sér greinilegan ávinning, má vera, að nýja
aðferðin verði tekin upp. Dæmi má nefna af fuglum, þegar
nokkrar brezkar igður komust fyrir þrem áratugum á lag með