Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 31
Skímir Uppmni tungumála 27
að setja gat á pappalok á mjólkurflöskum — og hafa haldið
því áfram síðan.
Ef við getum sagt um, hvort maðurinn var í frumsögu sinni
enn þá á stigi látæðismáls eða hvort hann var tekinn að
stjórna hugsun sinni og mæla orðamáli, þá ættum við ekki að
spyrja um, hversu hugvitssamleg sú uppfinning hafi verið,
heldur hversu langan tima hún hafi tekið. Ef það hefur tekið
þessa nýju tækni 100 þúsund ár að þróast, hefur maðurinn
enn ekki verið tekinn að hugsa rökrétt né tala né gera upp-
finningar: Hann byggði enn á almennum patlátum og happa-
og glappaaðferðinni.
Á eftir tímabili handaxarinnar kom annað tímahil, Moustier-
tímabilið, sem Zeuner telur ná yfir um 180 þúsund ár. Þar
verðum við enn að álykta, að maðurinn hafi hvorki verið tal-
andi né uppgötvandi. Þetta felur ekki í sér, að maðurinn hafi
ekki getað orðið margra happasælla tilviljana njótandi, en þær
hafa þá ekki valdið breytingum. Maðurinn hefur ætíð verið
ákaflega ihaldssamur og hræddur við breytingar.
Eftir þetta tímabil kemur annað langt, þegar menn virðast
hafa lagt sérstaka rækt við greftrunarsiði og tilbeiðslu dauðra
eða annarra ósýnilegra vera eða anda. Oft er sagt, að á þessu
tímabili komi fram sérlega miklar framfarir í andlegum efn-
um, en fær þetta sjónarmið staðizt? Heili mannsins þroskast
við notkun handanna og hefur með vaxandi athyglisgáfu eflt
minni hans og aukið fjölbreytni draumanna. Hann greindi
ekki milli þess, sem hann sá vakandi, og þess, sem hann sá
í draumi eða í leiðslu. Síðan sjáum við, að á 50 þúsunda ára
tímabili ber meir og meir á dýrkun dauðra. En enn sjást engin
merki um uppfinningar né orðamál. Það er ekki óviturlegt
að gera ráð fyrir, að frummaðurinn hafi haft forröklega hugs-
un, því að Lévy-Bruhl hefur eftir sérstakar rannsóknir komizt
að því, að sumir villimenn nútímans hugsa á forröklega
vísu.23) Robert M. Yerkes og Ada W. Yerkes segja frá því,
að simpansar hafi oft sézt harma dauða félaga sinna, en þeir
gráta ekki.24) Ef simpansar gætu líka munað drauma sína,
mundu þeir ef til vill ekki aðeins hafa syrgt sína dauðu, heldur
hefðu þeir einnig reynt að komast í samband við þá.