Skírnir - 01.01.1955, Side 32
28
Sir Richard Paget
Skirnir
IV.
Þá er komið að seinni hluta steinaldar hinnar fornu, sem
Zeuner telrn- ná yfir tímabilið frá því fyrir 100 þúsund þangað
til fyrir 12 þúsund árum. Á þessum tíma voru uppi Aurignac-
menn með hellaristur sínar; síðan eru Solutrea- og Magdalenia-
tímabilin, tímabilin, þegar teikningar á hellisveggi verða smám
saman óraunverulegri og meir impressjóniskar, táknrænni.
Síðan koma fyrst fram raunverulegar uppgötvanir í Frakk-
landi, Spáni og ef til vill líka í Afriku (tímasetning elztu
hellateikninga í Afríku er þó enn óviss). Á þessu timabili
virðist Vestur-Evrópumaðurinn enn saklaus af allri tækni
nema við veiðar, fæðusöfnun og greftrunarsiði, en með honmn
hafa skyndilega á skömmum tíma þroskazt óvenjulegar list-
gáfur.
Það er nú almennt talið, að upprunalegur tilgangur hella-
ristnanna hafi verið að ná töfravaldi yfir veiðidýrum, sem fór
fækkandi sökum versnandi lífsskilyrða. Ristur þessar eða
myndir voru í rauninni frumstæð bænagjörð. En til að draga
upp mynd af vísundstarfi þurfti listamaðurinn að hverfa frá
venjulegum hugsanagangi sínum um dýraveiðar sem heildar-
atburð og einbeita athyglinni að lögun veiðidýrsins sem sér-
stakrar „einingar hugsunarinnar“. Á svipaðan hátt lærðist
honum að greina litinn frá öðrum eiginleikum og tókst svo
með tímanum að greina sundur hugmyndir sínar og gefa
hverjum þætti þeirra ákveðið látbragðstákn. Við það bættist
af sjálfu sér orð eða nafn, það er að segja með ósjálfráðum
munnhreyfingum, en þær voru í sambandi við kenndarhljóð
eða loftstraum frá lungunum, sem hljómaði í holrúmum tal-
færanna.
Við verðum að ætla, að á þessu þroskatímabili hugsunar hafi
töframennirnir (listamennirnir, prestastéttin) smám saman
látið hin almennu patlæti, sem þeir og ættflokkar þeirra höfðu
áður notað, þoka fyrir handhreyfingum. Væntanlega er því
upphafs orðamála — og þar með þeirrar listar að hugsa í ein-
ingum — að leita á þessum tíma. Hellamir í Suðvestur-
Frakklandi og Norðaustur-Spáni voru auðvitað ægilegir; þeir
voru víðáttumiklir, óbreytanlegir og leyndardómsfullir, næsta