Skírnir - 01.01.1955, Side 33
Skírnir
Uppruni tungumála
29
óskiljanlegir einföldum villimönnum, sem höfðu ekki hug-
mynd um neins konar varanlegar byggingar. Það væri því
mjög líklegt, að prestastétt þeirra tima hafi átt sér aðalstöðvar
í hellunum um þúsundir ára og hafi jafnvel varðveitt hið ný-
fundna orðamál sitt sem atvinnuleyndarmál. Það er alkunna,
að meðal franskra og spænskra hellaristna eru margar, sem
sýna menn með dýragrímur, m. ö. o. fullbúinn töframann.
Meðal þess, sem orðamál hefur fram yfir hin almennu patlæti,
var vitanlega möguleikinn á að gera sig skiljanlegan í myrkri.
Það má sjá, að Mousterian-maðurinn — en hann var uppi á
undan Aurignac-manninum — hefur enn ekki verið húinn að
fá vald yfir hugsun sinni. A. J. H. Goodwin (við háskól-
ann í Höfðaborg) segir mér, að þessi maður hafi haft að-
setur í skjóli við kletta, en ekki inni í hellum. Getur ekki
verið, að það hafi verið afleiðing þess, að hann óttaðist myrkrið,
af því að hann gat ekki talað við félaga sína?
Eins og þegar hefur verið getið, var hugsunarstarfið, sem
þróun orðamáls hlaut að byggjast á, einfaldlega það að hugsa
sér hverja reynslu greinilega sundur í frumþætti sína, þótt
maðurinn hefði aldrei séð né reynt nokkum einstakan hlut
út af fyrir sig. Ef maðurinn til dæmis tekur sólina út úr um-
hverfi sínu og gefur henni eigið tákn (heiti), hefur hann
lært grundvallarleyndardóm mannlegs máls, það er að segja
að nota sérstakt tákn fyrir hvem einstakan þátt reynslunnar,
sem hann verður fyrir.
Ekki er að efa, að raunverulegt mál hefur breiðzt út með
tímanum, og í Vestur-Evrópu hófst uppfinningatímabilið fyrir
eitthvað 10 þúsund árum. En seinni athuganir, einkum í
Palestínu, hafa sýnt að fyrr, á tímabili milli Levallois-Moustier
og eldri steinaldar, hefur mönnum lærzt óháð þessu að stjórna
hugsun sinni. Dr. Dorothy Garrod, sem hefur rannsakað
hellana á Carmel-fjalli25), og prófessor John Garstang í Jeríkó
hafa sýnt fram á, að fæðusafnarar á þeim stöðum höfðu upp-
götvað akuryrkju, tamningu dýra, plóg, hjól, vefnað, leir-
kerasmíð og jafnvel hljómsveitarmúsík og ritmál. Enn virðist
ekki augljóst, hvaða þörf hefur knúið þessa frumbyggja Pales-
tínu til að beina hugsun sinni að ákveðnu efni og orðamáli.