Skírnir - 01.01.1955, Page 35
Skírnir
Uppruni tungumála
31
Elkin við þjóðrannsóknaráð Ástralíu bent á (í Study in
Australian Linguistics, en hann er ritstjóri þess), að bendingar
með vörum og hreyfingar handleggjanna eða fóta eru iðulega
notaðar til viðbótar við heyranlegt mál, og einnig að tón-
brigði og andlitssvipur er mikilvægt til að gera sig skiljan-
legan. 1 tímaritinu Nature birtist 1936 (29. febrúar) eftirfylgj-
andi lýsing á samtímis notkun talmáls og patmáls í Nýju-
Kaledóníu (sunnanverðu Kyrrahafi): „1 samtali . ... er mikið
notuð svipbrigðalist, einkum með augum og vörum, og orðin
hneigjast til að fylgja hreyfingunum.“ Þannig eru orðin lang-
teygð í efsta stigi. Til að sýna bæði átt og fjarlægð eru notuð
augu og varir. Stundum eru jafnvel orðin sjálf bæld niður,
þegar munnvöðvarnir einir saman eru notaðir til að tákna
stefnu (átt). Hendur, fætur og útlimir allir er notað til að tjá
margvíslegustu atriði.
V.
f stuttu máli: Mannlegt mál hefur almennt verið talið kerfi
táknandi hljóða, en vér teljum það helzt kerfi táknandi
bendinga. Bæði málfræðingar og sálfræðingar hafa haft til-
hneigingu til að vanmeta hina sérstæðu hugsunarstarfsemi
ólærðs daufdumbs, sem er svo nauðalik hugarstarfi ungbarns-
ins,28) og vissra frumstæðra ættflokka, en hún felur í sér
að minnsta kosti skynsamlega skýringu á hinni mjög svo hæg-
fara þróun steinaldarmannsins. Þegar tekið er tillit til þess, að
til er aðeins eitt frásagnarkerfi manninum eðlilegt (aðgreint
frá tilfinningatjáningu), verður auðskildara, hversu hægur var
þroski mannsins, þangað til hann hafði náð valdi á hugsun
sinni, við skulum segja fyrir tíu, tuttugu, þrjátíu þúsund árum,
og virðist hafa hafizt í Palestínu.
Ekki er vafi á því, að hér hefur málið verið gert einfaldara
en það er í raun og veru. Maðurinn hefur líka hermt eftir
hljóðum og lögun og formi, það hefur stundum brugðið ljósi
yfir hug snjallra einstaklinga, þegar þeir gátu beint hugsun
sinni. Niðurstaðan af þessum athugunum er, að nútimamaður-
inn sé miklu fremur árangur hinnar hægu forsögu en hinnar
skömmu sögu sinnar. Margar af listum hans nú, t. d. tónlist,