Skírnir - 01.01.1955, Síða 36
32
Sir Richard Paget
Skimir
söngur, trumbusláttur, dans og kvennalistin að skreyta sig,
eru nú einnig í dag framdar (í minna mæli!) af syngjandi
og dansandi öpum og apaköttum, trumbandi mannöpum,
syngjandi og dansandi fuglum. Þessar athafnir dýranna sýna
sennilega samsvarandi mannlegar listir um milljónir ára. Af
því leiðir, að áður en manninum lærðist uppfinningalistin,
hefur hann vel getað verið lipur stælari, og vera má hann
skuldi öðrum miklu meira en hann gerir sér í hugarlund nú.
Maðurinn hefur notað tvær mismunandi aðferðir til að
meta skynjanir sínar. Upphafleg og eðlileg aðferð var að taka
atburðina, sem reynslan færði honum, með öllum þáttum
þeirra sem heild (hann sjálfan með) og að herma eftir þeim,
sem bezt hann kunni með almennu látbragði. Þessi aðferð er
til enn í dag meðal ólærðra daufdumbra og í huga ungra barna,
en hún leiddi ekki til þróunar á rökréttri hugsun né til upp-
finningagáfu eða hugarflugs. Síðari aðferðin, sennilega 10, 20
eða 30 þúsund ára gömul, er sú að greina sundur reynsluna í
þætti og gefa hverjum þætti sitt ákveðna tákn eða heiti. Þessi
aðferð leiðir til rökréttrar, eða að minnsta kosti tiltölulega rök-
legrar, hugsunar og hefur gefið mannkyninu ímyndunarafl sitt
og uppfinningagáfu.
Breytingin frá patmáli til orðamáls hefur vitanlega farið
fram smám saman, og til bráðabirgða gætum við skipt henni
í eftirtalin stig:
1) Almenn patlæti samfara munnjapli og stundum tilkomu
orðsetninga. Á þessu skeiði gat maðurinn ekki gert uppfinn-
ingar.
2) Upphaf „beinnar hugsunar“ ásamt sérstökum merkjum
og samsvarandi orðum fyrir sérstaka þætti, til dæmis lögun
vísundsins. Á þessu skeiði voru almenn patlæti og munnjapl
hlönduð stökum orðum.
3) Afnám patmáls og í þess stað sett tákn orðakyns með
töluðu máli. f þroskaðri samfélögum hurfu táknin, en í öðrum
hélzt látæðið og orðasetningarnar til uppfyllingar og eru enn
til. Þegar talmál kom til sögunnar, tók maðurinn að efla þroska
ímyndunarafls síns og hugvits.
Munurinn á hugarstarfsemi og hegðun patlátamannsins