Skírnir - 01.01.1955, Page 39
STEINGRÍMUR J. ÞORSTEINSSON:
FYRSTA AKUREYRARÁR
SÉRA MATTHÍASAR JOCHUMSSONAR.
I.
„Glerlest“ í búferlaflutningum.
Á Akureyri hefur nú í 78 ár lengstum verið bústaður eins
af höfuðskáldum þjóðarinnar, fyrst séra Matthíasar Jochums-
sonar og síðan Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi.
Þetta mál hefst þar, er séra Matthías hafði 6 ár verið prest-
ur í Odda á Rangárvöllum. Þrátt fyrir ýmsa örðugleika og
nokkra óáran hafði honum búnazt þar mjög sæmilega og
sambúð við sóknarbörn verið góð. Allt um það festi hann
aldrei fyllilega yndi á þessu höfuðbóli. Honum fannst þá fæst
með framfarasniði þar eystra, tóm til lestrar og ritstarfa minna
en hann hafði vænzt — en einkum fann hann til einangrunar.
Póstsamgöngur voru þá strjálar og þarna því örðugt um öflun
blaða og nýrra bóka og um bréfaskipti, en þau átti Matthías
mikil við erlenda menn sem innlenda og voru honum lífsþörf.
Að þessu öllu stóð Akureyri miklu nær umheiminum — og
svo var þar nokkuð, sem var mikils virði manni, er lá jafn-
mikið á hjarta og Matthíasi. Þar var prentsmiðja.
Þegar Akureyrarprestakall losnaði, sótti séra Matthías þvi
um það og hlaut veitingu fyrir því 1886, og árið eftir fluttist
hann búferlum norður til að taka við brauðinu, sumarið 1887,
tæpra 52 ára að aldri, og átti þar heimili alla ævi síðan, í
33 ár.
Ferðin norður var löng, erfið og kostnaðarsöm, á landi og
legi. Þau voru 15, sem fylgdust frá Odda, þar af 8 börn, svo
að Matthías kallar það „glerlest“. Var þá næstsíðasta hafísárið,
þeirra sem staðið höfðu samfleytt alllanga hríð. Hefur Matthías
sagt frá förinni í Fróða 29. júlí 1887 og í Söguköflum af sjálf-