Skírnir - 01.01.1955, Síða 40
36 Steingrímur J. Þorsteinsson Skimir
um sér (Ak. 1922, bls. 354—356), og verður það ekki tekið
upp hér.
Rúmum 5 vikum eftir að lagt hafði verið af stað frá Odda,
var loks komið til Akureyrar, hinn 11. júlí, að því er segir í
Akureyrarblaðinu Norðurljósinu og Oddeyrarblaðinu Fróða.
En þá var þeirra gerður glöggur munur, Akureyrar og Odd-
eyrar, og ólíkt um að litast því, sem nú er, Akureyri inni í
„Fjörunni“ svokölluðu og þar upp með „Gilinu“, en mikið
svæði óbyggt og oft ógreiðfært út að húsunum á Oddeyri og
íbúatalan samanlögð 567 manns, ekki y14 hluti þess íbúa-
fjölda, sem nú er orðinn (rúml. 8000 manns).
„Á Akureyri var okkur heldur fálega tekið,“ segir séra
Matthías í Söguköflum sínum, „enda þekktu okkur fáir, en
það vissu allir, að ég flutti með mér mikla fjölskyldu. Var þá
hart í ári. Þegar við riðum fram hjá húsi Eggerts kaupmanns
Laxdals (sem þekkti mig), kom hann út úr búð sinni og gekk
með okkur suður i fjöruna og sýndi okkur hús það, sem hann
hafði boðið í við uppboðið eftir Bjöm gamla, föður Norðanfara
[o: Björn Jónsson ritstjóra Norðanfara]. Þar var köld aðkoma,
enda var norðanstormur úti. Heimtu krakkarnir mat, en hvar
átti að taka hann? Bauð ég því öllum að fylgja mér út til
Jensens gestgjafa. En í því kallar kona mín á mig inn í búrið
og sýnir mér, að þar biðu allar hillur fullar af mat. Vissum
við ekki fyrr en löngu síðar, að frú Rannveig Laxdal hafði
látið bera björgina suður í hið tóma hús.Var þetta fyrsta vin-
áttu- og rausnarmark þeirra göfuglyndu hjóna, sem ávallt
síðan sýndu okkur fulla rækt og tryggð.“
Séra Matthias átti góða granna og eignaðist síðar fleiri
ágætismenn að vinum — og raunar flesta Akureyringa, er
fram liðu stundir. En „fyrstu árin get ég ekki neitað því,“
segir hann, „að ég sæi eftir rausnarbrauðinu Odda og teldi
þá hafa haft rétt, sem heimskuðu mig fyrir flanið; en fá ár
hafði ég hér verið [o: á Akureyri], þegar mig hætti að
dreyma um þá oddversku kjötkatla og tók að una mér hér
miklu betur.“1 Og þegar hann kvaddi söfnuð sinn í Akur-
1) Sögukaflar Matthíasar, 358—359.