Skírnir - 01.01.1955, Side 42
38
Steingrimur J. Þorsteinsson
Skímir
manna úti á Pollinum (Akureyrarhöfn). Um þetta sagði séra
Matthías í kveðjuræðunni, sem áðan var vitnað til: „Kenning
mín — ég skal hreinskilnislega játa það — kenning mín var
eitt af því, sem mér þótti hjá yður minni gaumur gefinn og
minna áliti ná en ég bjóst við, átti að venjast og hugðist eiga
heimting á, því ég hugði sjálfur, að ég stæði heldur framar-
lega í kennimannaröðinni, svo og þótti mér kirkjuræknin oft-
lega sljó og allt kirkjulegt líf í rýrara lagi . . Þeir voru því
fáir framan af, sem hlýða vildu þeim boðskap, er Matthías
flutti, og blanda mátti við geði.
Og ekki var afkoman betri á veraldarvísu. Meginhluti lítilla
efna hafði gengið til ferðakostnaðar norður — „til að halda
okkur upp úr, kenni ég 5—6 tíma á dag,“ segir hann í bréfi
frá fyrsta vetrinum nyrðra,1 svo þröngt var í búi, 15 manns
í heimili, hafís fyrir landi.
II.
Hafísinn. — Volaða land.
Þannig lauk fyrsta vetri Matthíasar á Akureyri, að um
páskaleytið lagðist hafísinn alveg upp að Norður- og Austur-
landi og fyllti flesta firði. Þegar Matthías hafði séð ísinn reka
inn Eyjafjörð, orti hann í einni lotu — síðasta dag marzmán-
aðar, laugardaginn fyrir páska 1888 —■ eitt innblásnasta kvæði
sitt, Hafísinn. Hann birti það viku seinna (6. apríl) í blaðinu
Norðurljósinu, og þar er það einu erindi lengra en síðar í ljóða-
bókum hans, og er sú niðurfelling til bóta. Þegar Matthías
hafði ort hvað innblásnast, gat hann oft ekki stöðvað sig, en
hélt áfram að yrkja, eftir að innblásturinn þraut. Stundum
varð honum það ljóst síðar, þegar hann var orðinn allsgáður
eftir gandreiðina, og sneið þá lokin burt eins og hér, en ekki
var það óbrigðult.
Ekki veit ég til, að Matthías hafi flutt hafískvæðið nýort
af prédikunarstóli á páskadag. En ekki hafa margir klerkar
sett saman stórfelldari stólræðu laugardaginn fyrir páska. Og
1) Bréf Matthíasar, Akureyri 1935, 179.