Skírnir - 01.01.1955, Síða 43
Skimir Fyrsta Akureyrarár séra Matthíasar Jochumssonar
39
óvíða eru þess gleggri dæmi, að Matthías er um fram allt
lífsins og trúarinnar skáld, þar sem þessari heljardrápu hafíss-
ins lýkur með einhverri fegurstu trúarjátningu, sem til er á
íslenzka timgu:
Trú þú: Upp úr djúpi dauða
drottins rennur1 fagrahvel.
En — „fjölð of viðrir
á fimm dögum,
en meir á mánaði.“
Og líkt er því farið með mannssálina, og veðrabrigðin þar oft
því meiri sem hún er hrifnæmari og víðfeðmari. Þegar á leið
þetta ísavor og tilhugsunin um bjargþrot mikils hluta lands
manna hlóðst utan að persónulegum áhyggjum og vonbrigð-
um, þá var sem frostinu slægi inn, það þyrmdi yfir Matthías,
um stutt skeið fylltist hann hugsjúkri örvilnan, svo að honum
varð varla sjálfrátt. Aðeins tveimur mánuðum eftir að hann
orti hafískvæðið, skrifaði hann gömlum skólabróður sínum
og vini, séra Jóni Bjarnasyni presti í Vesturheimi, m. a. á þessa
leið (3. júní 1888):
„Ég orti um hafísinn (sjá Norðurljósið) um páskana, en
var þá, líklega vegna hátíðarinnar, of trúaður og segi: „Ei
mim hafís eyða þessu landi“,2 frá því er ég alveg fallinn nú,
einmitt hann eyðir, drepur, afmáir oss.“ —- •— — „Ég sit hér
á hallærismöl . . . ; árferðið senn búið til fulls að demoralisera
vorn þjóðargarmræfil, og alltaf versnar það. Um ísinn heyrið
þið; hann nærri því faðmar þetta hrafnasker eða þennan
Hrafnaflókahrauns- og hafíshólma. Allir vilja vestur, en eng-
inn kemst fyrir efnaleysi. Hallærisdauði fyrir dyrum um allar
útsveitir Norður- og Austurlandsins, og upphéruðin komin að
1) 1 frumprentun í Norðurljósinu (þar sem þetta eru lok næstsíðasta
erindis): Ijómar, breytt í rennur í 1. bindi östlunds-útgáfunnar af Ljóð-
mælum Matthiasar, Seyðisfirði 1902, 101.
2) Upphaf lokaerindis í Norðurljósinu 6. apríl 1888, þess er síðar var
sleppt; (hljóðar þar raunar: Ei mun hafís eyða voru landi.)