Skírnir - 01.01.1955, Side 44
40
Steingrímur J. Þorsteinsson
Skimir
falli líka . . .“. En „þegar ég og mínir líkar eru orðnir fastir
í vantrúnni á framtíð sinnar þjóðar — þá mun eitthvað rotið
víðar . . . Kraftur og líf, sannfæring, þörf, andakt, er að kulna
út.“----------„Um daginn var ég langt fyrir utan alla að-
gæzlu, og þá transferaði ég kvæðið [o: umsneri kvæðinu]
„Hárliga land“ og byrjaði svo:
Hafísa land,
horsælu hérvistarslóðir,
húsgangsins trúfasta móðir,
hafísa land!
Vandræða land,
skakkt eins og skothendu kvæði.
Skapaði guð þig í bræði? —
vandræða land!1
—• — — Og svona töluvert langan lofsöng,“ segir Matthías í
þessu athyglisverða bréfi,2 sem gefur glöggva mynd af líðan
hans þetta vor og af þeim jarðvegi, sem úr spratt þessi einstæði
þistill á ljóðakri Matthíasar, kvæðið Volaða land — líklega
eina kvæði hans, er hann sjálfur hefði kosið óort, en er löngu
alkunnugt, enda margprentað, m. a. með ljóðmælum hans,
eins og sjálfsagt var, og margt um það skrifað, m. a. af sjálfum
honum. T. a. m. segir hann rnn þetta í Söguköflum sínum
(364): „Þegar ég kom hingað norður, þóttist ég sjá hið sama
lopasag, sem var syðra; hafði hér og líka verið fellir og allt,
að mér fannst, komið á steypirinn . . . Hin fáu nýju hús á
Oddeyri þóttu mér líta út, innan frá „Fjörunni“ að sjá, eins
og þar stæði eftir fáein koffort, er orðið hefðu strandaglópar,
en ættu að fara til Ameríku! Island taldi ég vera úr sögunni . ..
Síðan er kvæðið „Volaða land“, sem ég þó æ síðan blygðaðist
mín fyrir,“ segir Matthías. Fráleitt hafði hann nokkru sinni
ætlað sér það til birtingar. En um sömu mundir og hann skrif-
1) Hér tekur Matthías raunar upp í bréf sitt annað erindi úr kvæðinu,
mun óyndislegra.
2) Bréf Matthíasar, 265—268.