Skírnir - 01.01.1955, Page 45
Skímir Fyrsta Akureyrarár séra Matthíasar Jochumssonar 41
aði séra Jóni Bjarnasyni af því, var hann í bráðræði sínu svo
óvarkár að senda það í einkabréfi öðrum kunningja sinum i
Vesturheimi, þáverandi ritstjóra nýstofnaðs blaðs, Lögbergs.
Sá var ungur að aldri, ekki þritugur, en bæði mikill blaða-
maður og skáldgefinn vel, og hefði hvort um sig mátt endast til
að láta hann falla fyrir þeirri freistingu að koma svo mögnuðu
og mergjuðu kvæði á prent, hvað þá, þegar hvorttveggja fór
saman — enda mun Matthías hvorki hafa látið fylgja kvæð-
inu leyfi né bann um birtingu.1 Ég hef því, satt að segja, aldrei
getað láð Einari Hjörleifssyni það, að hann kom því á fram-
færi í Lögbergi þetta sumar, 18. júlí 1888, undir fyrirsögninni
„Kvæði frá lslandi“, enda gat hann ekki höfundar, en hafði að
þvi þennan skynsamlega formála:
„Þetta stórkostlega og prýðisvel orta kvæði, sem hér fer á
eftir, var oss sent með síðustu póstferð frá Islandi af höfundi
þess, einum af hinrnn ágætustu gáfmnönnum Islands. Vér
prentum það í blaði voru, ekki af því að oss virðist það vera
sönn lýsing á Islandi; kvæðið er hörmungar- og gremjuand-
varp, en engin lýsing. En vér prentum það, af því að kvæðið
sýnir svo sorglega vel, næstum því svo áþreifanlega, í hverju
rauna-skapi bræður vorir og systur á Norðurlandi eru um
þessar mundir. Slíkt kvæði er ekki uppgerð. Bak við annað
eins lcvæði og þetta liggur margra ára stríð einstaklingsins,
margra alda þjáningar þjóðarinnar. Þess vegna ætti enginn
að lá höfundinum, enginn að hneykslast á kvæðinu, þó að það
sé harðort um ættjörð vora. Það fara af sléttmælin, það dregur
úr fagurgalanum, þegar hafísinn liggur við landsteinana i júní-
mánuði, þegar menn ganga um svangir dag eftir dag, þegar
menn sjá ekkert fyrir augum sér nema stríð og strit, eymd
og örbirgð. Það er ekki til neins að dyljast þess, það verður
lítið þá úr ættjarðarástinni, eins og hún er almennt skilin,“
segir Einar Hjörleifsson (Kvaran).
En hálfum öðrum mánuði síðar, 29. ágúst, er kvæðið endur-
prentað eftir Lögbergi í Reykjavíkurblaðinu Isafold, formála
Einars Hjörleifssonar sleppt, en í þess stað farið um kvæðið
1) Sbr. Lögberg 2. jan. 1889.