Skírnir - 01.01.1955, Page 47
Skimir Fyrsta Akureyrarár séra Matthíasar Jochumssonar
43
regltma, andstæðu sína. Aðfinnslur, áminningar og ádeilur
getur Matthías að vísu ort þróttmiklar (svo sem Nýársósk
Fjallkonunnar). En baráttuskáld er hann ekki, í venjulegum
skilningi þessa orðs — og þó vissulega: fyrir trú, mildi og
mannkærleika. En eins og enginn getur gert sér grein fyrir
ljósinu, nema hann hafi skynjað myrkrið, hlýtur yfir skáld
kærleikans að hafa gengið andstæða hans. Þetta sögulega og
hjáróma kvæði er því bæði dæmi af stríði og sigrum forfeðra
okkar í þessu landi — af sárri reynslu Matthíasar fyrsta Akur-
eyrarárið, og einnig fyllir það myndina af því, hvílikar sveifl-
ur voru í sálarlífi þessa manns, hvernig í honum skiptust á
bölsýni og bjartsýni, eirðarleysi og lífsgleði, hugsýki og hug-
ljómun. —- —
„1 vor lá mér við eins konar brjáli (t. d. þegar ég orti kvið-
linginn góða),“ skrifar hann vini sínum séra Valdimar Briem
seinna um haustið; „ég horfði á hungurkvalir á hverjum degi
og sá landið lokað af dauðanum. í normal ástandi get ég ekki
þannig ort. Þetta er psychologiskt problem. f sumar hef ég
og allir hér nyrðra ótrúlega endurnærzt við einmuna tíð, og
alveg er ég hissa, hve fljótt getur hér lagazt og lifnað . . . “1
III.
Harðfiskur að ritlaunum.
Rétt í þessum svifum var Matthías að hefja útgáfu nýs blaðs
á Akureyri, er hét Lýður (en áður hafði hann verið ritstjóri
Þjóðólfs í Reykjavík, 1874—1880). f fyrsta tölublaði Lýðs var
þegar bragarbót um ísland, sem áður var á minnzt, undir sama
hætti og fyrra kvæðið, en mjög á aðra lund:
Lifi vort land,
ættleifðin ástkæra, góða,
altarið norrænna þjóða,
lifi vort land.
1) Bréf Matthíasar, 382-—383 (14. okt. 1888).