Skírnir - 01.01.1955, Page 48
44
Steingrímur J. Þorsteinsson
Skirnir
Lífseiga land,
sístungið sverðtnn og spjótum,
sífellt á jafnréttum fótum,
lífseiga land.
Lífsæla land,
nærandi kjark vorn og kjama,
kraftur og líf þinna barna,
lífsæla land.
Síðar orti Matthías enn hjartnæmara yfirbótarkvæði, er heitir
Ættjörð min.
En með þessu 1. tölublaði Lýðs, sem bragarbótina birti og
út kom 19. september 1888, hefur fylgt til þeirra, sem höfðu
ekki þegar gerzt áskrifendur að blaðinu, lítill einblöðungur
prentaður, en undir hafði skrifað eigin hendi annar útsölu-
mannanna, Árni Pétursson kaupmaður eða „borgari“ á Odd-
eyri. Ég hef aðeins séð eitt eintak þessa boðsbréfs, i safni
Davíðs skálds Stefánssonar á Akureyri, og er efins í, að fleiri
hafi varðveitzt, a. m. k. hafa þau hvorki fundizt í Landsbóka-
safni, háskólabókasafninu í Reykjavík, Amtsbókasafninu á
Akureyri né annars staðar þar, sem ég hef borið niður. En
þar sem ýmsum kann að þykja þetta boðsbréf ærið kynlegt —
og Davíð skáld hefur verið svo elskulegur að ljá mér eintak
sitt — skal það birt hér. Þetta er svohljóðandi:
Hér með sendi ég yður 1 eintak af hinu nýja blaði síra
Matth. Jochumssonar og vona, að þér viljið styrkja þetta fyrir-
tæki hins þjóðkunna skálds vors með því að kaupa það. Alls
konar innlend vara verður tekin sem borgun fyrir blaðið með
sanngjörnu verði, svo sem ull, smjör, harðfiskur, prjónasaumur,
tólg o. fl. sem og innskriftir við allar verzlanir. Að útsending
blaðsins verði svo greið sem unnt er, mun ég kosta kapps um.
Upp er sett af útgefendunum, að blaðið sé borgað fyrir nýár,
en ég skuldbind mig til að borga yður aftur tiltölulegan part
af andvirðinu, ef forföll kæmu fyrir, svo allur árgangurinn