Skírnir - 01.01.1955, Page 50
46
Steingrímur J. Þorsteinsson
Skirnir
þessari grein voru sett, lokum fyrsta ársins, er Matthías bjó á
Akureyri áramóta á milli, 1888. En þaS ár virðist hann hafa
endað með því að yrkja annað nýárskvæði eða gamlársljóð
— sem lenti löngu síðar úti á haugi, en var bjargað þaðan af
tilviljun, rétt eins og barnagulli í ævintýri eftir Andersen og
Jónas. En þetta ævintýri er ekki skáldlegt, eins og hjá þeim.
Það er aðeins örlítið hversdagsatvik frá einum vinnudegi tré-
smiðs í Reykjavík.
IV.
Nýárssálmur úr sorphaug.
Það var tæpum 20 árum eftir andlát séra Matthíasar, um
eða skömmu fyrir 1940, að Steinar Bjarnason (f. 17. des. 1905
í Glæsibæ í Staðarhreppi í Skagafirði), trésmiður í Reykja-
vík, var fenginn til að setja rúðu í brotinn glugga einhvers
staðar í Vesturbænum, sem væri varla í frásögur færandi. Ekki
man hann nú nánar til víss, á hvaða slóðum þetta var, enda
skiptir það minnstu. En er hann var á leið heim frá vinnu-
stað, sá hann við eitt af næstu húsum, að bókadrasli hafði
verið fleygt við hlið öskutunnunnar, auðsjáanlega ætlað sorp-
hirðingarmönnum. Steinar mun vera bókhnýsinn eins og
fleiri Islendingar, og lék honum forvitni á að vita, hvað borið
hefði verið í bókahauginn, er hann bar þama að. Hann rótaði
því í hrúgunni og virtist þar flest vera einskis eða lítils vert
rusl, hirti samt fáein tímaritaslitur og eitthvað fleira smávegis,
og loks kom upp í hendur honum lítið og fremur óásjálegt kver,
sem í voru skrifuð kvæði, og stakk hann því einnig á sig. Hélt
síðan heim með þessar bókmenntir. Þegar seinna var farið að
blaða í handritskverinu, þekktust þar kvæði eftir Matthías
Jochumsson, og í sumum voru útstrikanir og breytingar, sem
fáir gera nema höfundar sjálfir. Fyrir skömmu frétti ég af
þessu, og eitt kvöldið rölti ég út á Seltjarnarnes, þar sem Steinar
býr nú, að Dvergasteini, og hitti hann að máli. Sagði hann
mér þá gjörla frá atvikum og sýndi mér kvæðahandritið, sem
hann hafði varðveitt vel og vandlega. Þegar ljóst var, að þetta