Skírnir - 01.01.1955, Side 51
Skímir Fyrsta Akureyrarár séra Matthíasar Jochumssonar
47
var eiginhandarrit séra Matthíasar, heimilaði Steinar mér
fúslega að færa handritadeild Landshókasafnsins bókina að
gjöf frá sér, og þangað er hún því komin (Lbs. 3303, 8vo).
En þar voru fyrir þau handrit Matthíasar, sem höfðu komið
í leitimar hjá ættingjum hans og venzlamönnum og fylla 20
böggla væna (Lbs. 2800—2819, 4to, auk annarra handrita
hans þar, svo sem fyrrnefndra stólræðna o. fl.). Enginn veit
því, hvernig þessi ljóðabæklingur hefur komizt á flæking eða
hvar hann hefur lent, og engan væni ég um að hafa fleygt
honum viljandi, ef vitað hefði um upprunann, þótt óvanda-
bundinn væri. En þetta ævintýri sorphaugshandritsins mætti
verða okkur öllum þörf hugvekja um að bera virðingu fyrir
góðum bókum og muna, að gildi þeirra fer eftir inntaki fremur
en útliti — að gæta vel allra dýrgripa og ekki sízt þeirra, sem
hafa að geyma hugsanir og tilfinningar þroskuðustu og göfug-
ustu manna —- að tortíma aldrei neinu því, sem við vitum ekki
hvað er, svo að ekki verði á glæ kastað verðmætum, sem kunna
jafnvel að vera óbætanleg. Því að ekki eru alls staðar fyrir
athygli og hirðuhendur Steinars Bjarnasonar og hans líka til
að bæta úr glópsku okkar.
Kvæðakver það, sem hér um ræðir, er að vísu ekkert höfuð-
handrit að ljóðmælum Matthíasar, og þó mikilvægt. Það er
frá fyrstu Akureyrarárunum 4 eða 5 (virðist vera frá 1888—
1892), þótt vitaskuld hafi Matthías þá haft í takinu margar
handritabækur aðrar, svo að þarna er aðeins að finna sumt
af því, sem hann kvað á þeim árum. Þetta er stór vasabók í
skinnbandi, nokkuð lúðu, 158 blaðsíður fullskrifaðar, frumort
kvæði og þýdd, sum mikils háttar eða alkunn, svo sem Heil og
blessuð Akureyri, Ættjörð mín, erfiljóðin eftir Sigurð Vigfús-
son fornfræðing og þýðingin á Hrafninum eftir Edgar Poe,
svo að nokkuð sé nefnt. Flest virðist þetta upphaflega hreinrit,
en ýmsar breytingar eru þarna síðar á gerðar —- og margt
skrifað upp að nýju í aðrar bækur, þegar Matthías bjó til prent-
unar 2. útgáfu Ljóðmæla sinna, 0stlunds-útgáfuna svokölluðu,
upp úr aldamótum. Mikið af þessu er því til í yngri handritum
Matthíasar og meginhlutinn prentaður. En þarna má sjá eldri
gerðir ýmissa kvæða, breytingar Matthíasar og vinnubrögð,