Skírnir - 01.01.1955, Side 52
48
Steingrímur J. Þorsteinsson
Skímir
tímasetja má sum kvæðin nánar en áður var unnt, og loks er
þarna fátt eitt, sem ég veit ekki til að hafi verið prentað, þótt
ekkert af því sé stórvægilegt. Meðal þess er áramótaljóðið litla,
sem áður var á drepið og virðist, eftir stöðu sinni í bókinni,
helzt ort á gamlárskvöld 1888. Við það stendur: ,,„Mótívið“
eftir frú S. Briem“, og næsta kvæði á eftir er „úr ensku eftir
frú S. Briem.“
Þessi „frú S. Briem“ er vafalaust frú Susie, kona Halldórs
Eggertssonar Briems, þáverandi kennara við Möðruvallaskól-
ann í Hörgárdal. Frú Susie var kanadísk (f.28.marz 1861, d. 29.
des. 1937), dóttir Wilhelms Stuarts Taylors húsagerðarmanns
í Argyle og bróðurdóttir og fósturdóttir Taylors þess, er var
leiðbeinandi fslendinga á frumbýlingsárum þeirra vestra. Hall-
dór kvæntist henni 30. sept. 1880, er hann þjónaði Þrenningar-
söfnuði íslendinga í Winnipeg. En 1882 fluttust þau hjón til
íslands, er Halldór gerðist kennari á Möðruvöllum. Þar var
húsakostur kaldur, og hélt frú Susie því jafnan til suður í
Beykjavík á veturna. En um áramótin 1888—89 vill einmitt
svo til —■ sem ljóst er af húsvitjunarbók Akureyrarprestakalls
— að þau hjónin Halldór og „frú Susanna Briem“ eru til húsa
á Akureyri, í grennd við séra Matthías, hún þá 27 ára. Þau
Matthías voru kunnug, og vitað er, að frú Briem var skáldmælt
á ensku. Getur því varla hjá því farið, að um hana sé hér að
ræða.
Áramótastefin fyrrnefndu hefur Matthías ef til vill látið
liggja óbirt af því, að hann hafi ekki talið sig hafa á þeim full-
ar heimildir, þar eð frá frú Briem var „mótívið“, hugmyndin,
uppistaðan, kveikjan, þótt svipurinn sé Matthíasar. En líka
hefur hjá honum undan skotizt margt það, sem meira var. Og
lýkur nú hér þessum þáttum af upphafsári séra Matthiasar á
Akureyri með því að birta -—• úr þeirri bók, þar sem við vitum
fyrst til, að hann hafi skrifað Heil og blessuð Akureyri — ára-
mótakvæðið óprentaða, sem á sér þó meiri sögu en hvað það
sjálft er mikið, þar sem það er nú risið úr ösku.