Skírnir - 01.01.1955, Page 54
JÓN R. HJÁLMARSSON:
SÍÐASTI ERKIBISKUPINN í NIÐARÓSI.
I.
Seint á miðöldum, jafnframt því sem auður og völd kirkj-
unnar jukust, hnignaði andlegum og siðferðilegum þrótti
hennar. f fáum orðum: Eftir að kirkjan á tímabilinu frá 12
til 14 hundruð hafði fengið löglega tryggðan yfirráðarétt sinn
yfir trúarlegu og siðferðilegu lifi fólks og eflt og tryggt ríki-
dæmi sitt, hafði hinn jákvæði, andlegi þáttur í starfi hennar
sífellt dregizt saman og orðið verðminni.
Fornmenntastefnan eða húmanisminn átti drjúgan þátt í
því að minnka trúaráhuga manna og snúa þeim frá kirkj-
unni. Margt annað varð til þess að beina hugsun manna að
nýjum viðfangsefnum. Prentlistin breiddist ört út um þessar
mundir, Evrópumenn kynntust fjarlægum og framandi þjóð-
um og löndum, nýjungar í menntun og vísindum komu fram,
en þær brutu oft í bága við hefðbundnar kenningar kirkj-
unnar. Stjórnarhættir víða í löndum voru að breytast, léns-
skipulagið var í hnignun, þjóðríkin efldust, og konungar juku
völd sín og styrk með því að styðjast við borgarastéttina,
sem var í örum vexti, og gerðu sig óháðari áhrifavaldi sér-
réttindastéttanna, aðals og klerka. Allt þetta og margt annað
varð til þess, að menn fengu ný verkefni og lífsviðhorf —
fjarlæg trú, kirkju og klerkaveldi.
Menntamenn þessara tíma tóku að leggja stund á heim-
speki og bókmenntir Grikkja og Rómverja. Þar uppgötvuðu
þeir, að mannsandinn hafði náð miklu lengra og búið við
betri skilyrði í hinum fornu, heiðnu menningarríkjum heldur
en síðar, er katólska kirkjan hafði lagt þunga hönd sína á
hugsanafrelsi einstaklingsins og rígbundið hann andlega með
kenningum sínum og kreddum.