Skírnir - 01.01.1955, Síða 55
Skírnir
Síðasti erkibiskupinn í Niðarósi
51
Margir kirkjunnar menn urðu fyrir áhrifum af hinni nýju
stefnu — þeir dáðu fornmenninguna, söfnuðu auði, börðust
um völd og sinntu lítt starfi sínu. Meira að segja páfastóllinn
varð gagntekinn hinu nýja lífsviðhorfi, svo að hann var ekki
þekkjanlegur frá hinum alræmdu setrum ýmissa veraldlegra
höfðingja um þessar mundir. Páfarnir sjálfir urðu fylgjendur
hinnar nýju stefnu. Þeir lögðu stund á að kynna sér hina
fornu menningu, voru listelskir og áhugasamir menntafröm-
uðir öðrum þræði, en fégráðugir, valdafíknir og kaldrifjaðir
heimsmenn hinum.
Fornmenntastefnan kom fram á margan hátt, og norðan
Alpafjalla varð þróun hennar að mörgu leyti önnur en sunn-
an þeirra. Þýzkir húmanistar lögðu meiri stund á guðfræði-
leg viðfangsefni, Biblíurannsóknir og viðreisn trúarlífsins held-
ur en sálufélagar þeirra á Ítalíu. Ýmsir þeirra voru einnig
þjóðernislega sinnaðir og lögðu stund á að rannsaka sögu
þjóðar sinnar og tungu og vildu efla hag lands síns og endur-
reisa.
Fram úr umróti þessara breytingatíma stígur svo Marteinn
Lúter með kenningar sínar um siðabót, um persónulegt trúar-
líf einstaklingsins og um það, að grundvöllur trúarinnar væri
lieilög ritning, en ekki ýmis fyrirmæli páfa og kirkjuþinga,
sem til höfðu orðið á umliðnum öldum. Lengi hafði hrópið
um siðabót kveðið við í mörgum löndum og raddir þær sífellt
orðið háværari. Það var því von, að kenningar Lúters fengju
marga fylgismenn og breiddust ört út.
Ýmsir þjóðhöfðingjar, sem þarna eygðu tækifæri til að ná
undir sig eignum kirkjunnar, urðu og fljótir til að taka hina
nýju trú. Hafði siðbótarhreyfingin mikið gagn af afskiptum
þeirra, þótt að sumu leyti væri sá hagnaður vafasamur. Og
víða um lönd hrundi hin alþjóðlega, rómverska kirkja til
grunna, en ný kirkja, reist á kenningum Lúters, reis á rúst-
um hennar sem þjóðkirkja undir valdi og stjórn hlutaðeig-
andi þjóðhöfðingja.
Yfirleitt verður að viðurkenna, að í löndum þeim, sem
lútersk trú komst á, féll katólska kirkjan með litlum heiðri.
Bæði var það, að kirkjunnar menn höfðu um langan aldur