Skírnir - 01.01.1955, Síða 56
52
Jón R. Hjálmarsson
Skírnir
meira sinnt veraldlegum en trúarlegum efnum og trúarlíf
stóð því með litlum blóma hjá öllum þorra fólks, og einnig
hitt, að hin forna kirkja eignaðist ekki um þessar mundir
neina afburða-forystumenn á alþjóðlegum vettvangi, sem
veitt gætu gagnrýni siðhótarmanna öflugt viðnám og hafið
katólska trú aftur til vegs og virðingar í hugum manna.
Vitaskuld voru þó margir einlægir trúmenn, sem reiðu-
búnir voru til að fórna öllu fyrir hina fornu kirkju og forn
réttindi, en hæði voru þeir of fáir og réðu auk þess ekki yfir
nægilegum styrk, sem hamlað gæti gegn hersveitum konunga
og valdboðum.
Um öll Norðurlönd var katólsku kirkjunni steypt af stóli
og lútersk ríkiskirkja undir yfirráðum og stjórn þjóðhöfðingj-
anna sett á laggirnar í hennar stað.
Einn þeirra kirkjuhöfðingja á Norðurlöndum, sem fastast
stóðu gegn hinum nýja sið, var Jón Arason biskup á Hólum.
En hann var ekki aðeins málsvari kirkjunnar, heldur og
baráttumaður fyrir fornum réttindum og sjálfstæði lands síns
gegn erlendri ásælni og ofbeldi. Annar kirkjuhöfðingi á Norð-
urlöndum, sem einna mest kvað að sem baráttumanni katólsku
kirkjunnar, var æðsti yfirmaður hennar í Niðarósserkibiskups-
dæmi, sjálfur erkibiskupinn, Ölafur Engilbertsson, sá er síð-
astur gegndi því veglega embætti. Hann var einnig sem Jón
Arason ekki aðeins málsvari trúarinnar og kirkjunnar, heldur
og einlægur forystumaður sjálfstæðis lands síns og verjandi
fornra þjóðréttinda. Að sumu leyti svipar þessum tveimur
kirkjuhöfðingjum saman, enda háðu þeir líka baráttu við
sama óvin, hvor á sínum vettvangi. En í framkomu og hátt-
um eru þeir þó næsta ólíkir, því að hinn síðasti erkibiskup
okkar Islendinga var dulur í skapi og svo torráður, að oft
er erfitt að skilja áform hans og fyrirætlanir. Hér verður ekki
heldur gerð nein veruleg tilraun til að kanna skapgerð erki-
biskups eða orsakir þess, að hann tók svo á málunum, sem
hann gerði, heldur aðeins leitazt við að greina frá atburðanna
rás í baráttu hans og starfi.
Fátt er kunnugt um foreldra Ólafs erkibiskups og forfeður,
en víst er talið, að þeir hafi átt heima í Norður-Noregi og