Skírnir - 01.01.1955, Page 58
54
Jón R. Hjálmarsson
Skirnir
þar minna á marga samstarfsmenn Gústavs Vasa í Svíþjóð,
sem mikinn þátt áttu í því að losa Svíþjóð undan yfirráðum
Dana og endurreisa þjóðlegan anda í landinu.
Það er því óhætt að fullyrða, að Ólafur Engilbertsson hafi
í Rostock dvalizt í andrúmslofti, sem gerði honum eðlilegt
að hugsa þjóðlega og glætt hafi með honum ást á landi sínu
og áhuga á sögu þess og stjórnháttum. Alla ævi var Ólafur
katólskur og mjög rótgróinn í hinni gömlu trú. Hann gekk
því aðra leið en margir félaga hans í Rostock, sem jafnframt
því að vera þjóðlegir umbótamenn, gerðust margir ákafir
fylgismenn Lúters og baráttumenn fyrir siðaskiptunum.
En þótt Ólafur væri fastheldinn í trúmálum, þá hafði
húmanisminn samt mikil áhrif á hann, og sérstaklega var
hann sterkt gripinn þeim þjóðlega anda, sem mjög víða
skaut upp kollinum um þessar mundir og er, ekki síður en
hin þróttmikla trúarhreyfing, skilgetið afkvæmi húmanism-
ans. Nokkra hugmynd um viðhorf Ólafs til sögu lands síns
og stjórnhátta má fá í landfræðiriti eftir þýzkan mennta-
mann, sem uppi var um þetta leyti, Jakob Ziegler. Hann
vann að riti þessu í Róm á árunum 1521—25, og í þeim
hluta þess, er fjallar um Norðurlönd, tekur hann fram, hverjir
hafi verið heimildarmenn hans. Segir þar, að um Noreg hafi
þeir frætt hann erkibiskuparnir, Eiríkur Walkendorf, sem
var danskur og næstur sat í Niðarósi á undan Ólafi, og Ólafur
Engilbertsson. Fullvíst er, að báðir voru þeir erkibiskuparnir
nokkurn tíma í Róm á þeim árum, sem Ziegler ritaði bók
sína, og margt þykir benda til þess, að mikill hluti fróðleiks
þessa sé runninn undan rifjum Ólafs og þá sérstaklega það,
er segir um stjómarfar í landinu, því að erfitt er að eigna
það Walkendorf, sem var danskur að kyni.
Segir þar meðal annars, að fyrrum hafi Noregur verið
blómlegt ríki, er réð yfir Danmörku, Fríslandi og eyjum víða
um haf. Allt hafi gengið að óskum, svo lengi sem konung-
dæmið var arfgengt. En siðar hafi höfðingjarnir komið því
á, að konungar skyldu vera kjörnir, og hugsuðu sér á þann
hátt að öðlast meiri ítök í stjórn landsins. En höfðingjarnir
hafi einatt orðið ósammála og þvi hafi útlendingar séð sér