Skírnir - 01.01.1955, Side 60
56
Jón R. Hjálmarsson
Skímir
í Rómarför, og vígði páfinn hann til erkibiskupsembættisins
hinn 9. desember sama ár.
II.
Áður en lengra er haldið, er rétt að gera nokkra grein
fyrir stjórnmálaástandinu á Norðurlöndum um þetta leyti.
Árið 1523 hafði borgara- og bændakonungurinn, Kristján
II., verið rekinn frá ríkjum. Margar orsakir höfðu legið til
þess. Sérstaklega höfðu Svíar verið konungi þungir i skauti.
Hann hafði með aðstoð þýzkra leiguhersveita lagt Sviþjóð
undir sig árið 1520 og vildi þá tryggja sess sinn þar í landi
og vinna bug á mótþróa í framtíðinni með því að útrýma
helztu andstæðingum sínum. Voru þá um 100 aðalsmenn og
fylgifiskar þeirra teknir af lífi fyrir tilstilli Kristjáns konungs
og Gústavs Trolles, hins sænska erkibiskups, í svonefndu
Stokkhólmsblóðbaði.
Gjörræði þetta hefndi sín, því að innan skamms brauzt
út almenn uppreisn í Sviþjóð gegn stjóm Dana undir for-
ystu hins unga leiðtoga, Gústavs Vasa. Gerðu Svíar banda-
lag við Hansaborgina Liibeck, en fjandskapar Liibeckinga
hafði Kristján II. aflað sér með því að brjóta á þeim gömul
verzlunarréttindi í Noregi og Danmörku og beina viðskiptum
landanna til hollenzku bæjanna, sem voru aðalkeppinautar
Hansakaupmanna. Loks risu svo danskir aðalsmenn gegn
konungi, en þeir undu því illa, að hann sniðgengi þá i stjóm
landsins, skerti verzlunarréttindi þeirra, styddist við borgara-
stéttina og stýrði sem einvaldur, ofan í skýr ákvæði hand-
festingarinnar um þátttöku ríkisráðsins í stjóm landsins.
Málalyktir urðu þær, að konungur hrökklaðist frá völdum
og flýði vorið 1523 á náðir mágs síns, Karls V. keisara, sem
fékk honum samastað á Niðurlöndum. Landsstjóri keisarans
var þar þá Margrét, föðursystir hans og Elísabetar, drottn-
ingar Kristjáns II. I smábænum Lier í Brabant, undir vemd-
arvæng Margrétar landsstjóra, settist konungur og fylgdarlið
hans að, og þar stofnaði hann fyrstu útlagastjórnina, er sögur
fara af.
Konungsefni hinna uppreisnargjömu aðalsmanna var Frið-