Skírnir - 01.01.1955, Side 61
Skírnir
Síðasti erkibiskupimi í Niðarósi
57
rik hertogi í Holtsetalandi, föðurbróðir Kristjáns II., það er
að segja bróðir Hans konungs, en þeir voru synir ICristjáns I.
Hertoginn var hylltur sem Friðrik I. í Danmörku í ágúst-
mánuði 1523, og nokkrum vikum síðar voru tveir danskir
ríkisráðsmenn á leið til Noregs til þess að fá hann einnig
hylltan þar í landi.
Til Austurlandsins kom hinn reyndi og slungni bragða-
refur, Hinrik Krummedike. Tókst honum brátt að gera dönsku
höfuðsmennina í báðum Austurlandsvígjunum, Bóhúsi og
Akurshúsi, vinveitta Friðrik I. Eftir það hafði hann nægan
styrk að baki sér til þess að bjóða öllum mótþróa byrginn.
Sem fulltrúi konungs kom til Vesturlandsins annar dansk-
ur ríkisráðsmaður, Vinsens Lunge að nafni. Hann var ungur
og metorðagjarn og vildi gera sem mest úr ferð sinni, ekki
aðeins fyrir konung, heldur og fyrir sjálfan sig. Vinsens hafði
ekkert herlið, er hann kom til Björgvinjar haustið 1523, en
þótt svo væri, reyndist honum harla létt verk að leggja
Vesturlandið norska undir Friðrik I.
Aðstaða hans var á ýmsan hátt góð. Konungur hans var
í hernaðarbandalagi við Lubeckinga, en þeir áttu mikil ítök
i utanríkisverzluninni norsku, og miðstöð þeirra í landinu var
einmitt Björgvin. Vinsens var sjálfur trúlofaður elztu dóttur
Níls Hinrikssonar, eins ríkasta manns í Noregi, og ríkisráðið
norska hafði veitt Níls Björgvinjarhús að léni.
Jörgen Hansson, sem verið hafði höfuðsmaður Kristjáns II.
í Björgvinjarhúsi, hafði fylgt konungi sínum í útlegðina, en
einn af fógetum hans, sem sat í víginu, vildi ekki afhenda
það, hvorki Vinsens né hinum þýzku bandamönnum hans
í bænum. Um síðir lét hann það þó laust við ríkisráðið, en
fulltrúar þess í Björgvin voru vesturlenzku biskuparnir og
Níls Hinriksson, og fyrsta verk þeirra var að afhenda það
Vinsens Lunge. Áður en árið var liðið, var hann því tryggur
í sessi sem höfuðsmaður í Björgvinjarhúsi. Hann var nú
einnig kvæntur Margrétu Nílsdóttur, og eftir að faðir hennar
hafði andazt laust fyrir jól, var hann orðinn forráðamaður
hinnar riku Austrátfjölskyldu.
Hinrik Knnnmedike og hinir trúu fógetar hans höfðu þegar