Skírnir - 01.01.1955, Side 63
Skírnir
Síðasti erkibiskupinn í Niðarósi
59
nógu sterkt til að þrjózkast við fyrirmælum konungs. Gerði
ráðið því Ólaf Galle höfuðsmann í Akurshúsi, eins og ætlað
hafði verið, og þar með landsstjóra sunnanfjalls.
Að því er virtist, hafði þannig hin norska stefna erki-
biskups sigrað, en sigur sá var fjarri því að vera tryggur.
Konungdæmi Friðriks I. stóð völtum fótum í fyrstu. Þess
vegna hafði verið nauðsynlegt að leita stuðnings, hvar sem
hægt var, og því var fylgi þeirra Ólafs erkibiskups og Vinsens
Lunge mikils virði í bili. En með hverju ári varð hið dansk-
holsteinska aðalskonungdæmi Friðriks I. traustara í sessi og
því minni ástæða til að sýna hinum norsku herrum sérstaka
tillátssemi. Bæði var það, að margt gat konungur fundið að
ráðsmennsku þeirra í Noregi, og einnig reyndist auðvelt að
koma af stað ófriði milli þeirra innbyrðis.
Það, sem konungi féll verst af háttarlagi þeirra í Noregi,
voru afskipti þeirra og stuðningur við sænska uppreisnar-
menn, er leituðu sér hælis vestan Kjalar. Fyrst er þar að
nefna fyrrverandi biskup og kanslara, Peder Sunnanveder.
Liðsinni erkibiskups og Vinsens var þó ekki mikið við hann
né mál hans svo alvarlegt, svo sem um var að ræða, er Dala-
jungkerinn kom til sögunnar nokkru síðar.
Eftir að Kristján II. var rekinn frá ríkjum og Friðrik I.
orðinn konungur, hafði hann og Gustav Vasa samið frið og
af sameiginlegum ótta við hinn afsetta konung og vini hans,
keisarann og Niðurlönd, gert með sér bandalag. Báðir höfðu
konungarnir leitazt við að styrkja stöðu sína innanlands með
þvi að láta afskiptalausa útbreiðslu Lúterstrúar, sem þeir
vissu, að opnaði þeim leið að stóreignum kirkjunnar.
Það var því ekki um það að ræða, að Ólafur erkibiskup
gæti hallazt að þeirri stjórnmálastefnu, sem Norðmenn höfðu
lengi fylgt, að leita stuðnings hjá sænskri sjálfstæðishreyf-
ingu gegn ofriki Dana. Því er að sumu leyti skiljanlegt, að
Norðmenn gripu tækifærið og veittu sænska uppreisnarmann-
inum, sem nefndur var Dalajungkerinn, aðstoð. En með því
að efla hann mátti búast við, að Svíar yrðu ekki svo vin-
samlegir Dönum sem verið hafði um skeið.
Haustið 1527, sama árið sem Gustav Vasa kom á siðskipt-