Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 64
60
Jón R. HjáLmarsson
Skírnir
um í Svíþjóð, kom jungkerinn til Noregs. Hann var ungur
maður, hét Níls og kvaðst vera sonur Steins Sture, er um
skeið hafði verið ríkisstjóri í Svíþjóð. Orðrómur komst á
kreik um það, að Gustav Vasa væri látinn, og jungkerinn
kvað Dalakarlana og fleiri hafa gert uppreisn gegn Vasaætt-
inni, og vildu þeir fá hann til konungs í Svíþjóð. Við tíðindi
þessi varð uppi fótur og fit hjá Vinsens Lunge og tengda-
fólki hans. Virtist þarna um ný og óvænt tækifæri að ræða,
sem gripin voru fegins hendi. Ölafur erkibiskup var tregur
í fyrstu, en lét tilleiðast og studdi jungkerann með gjöfum.
Ein mágkona Vinsens var heitin honum, og norsku höfðingj-
arnir söfnuðu vopnum og töluverðu herliði, sem hann svo
hélt með yfir landamærin til Svíþjóðar. Hann hélt til Dal-
anna, þar sem hann vænti sér helzt fylgis, en ekkert varð
úr því, og mátti hann í skyndi flýja aftur til Noregs fyrir
ofurefli herliðs Svíakonungs.
Gustav konungur varð ævareiður þessu tiltæki Norðmanna
og skrifaði erkibiskupi og Friðriki konungi harðorð hréf og
taldi hrotinn hafa verið á sér friðarsamninginn frá 1524.
Friðrik konungur vildi ekkert fremur en halda frið við
Svía og var auk þess mjög gramur þeim Vinsens og erki-
biskupi vegna ævintýris þessa. Að lokum neyddist Vinsens
til að afhenda þenna skjólstæðing sinn, ekki þó Svium, sem
Gustav hafði krafizt, heldur sendi hann til Danmerkur. Með
jungkeranum, var sagt, að hann hefði sent svo lítið fylgdar-
lið, að auðvelt hafi verið fyrir hann að komast undan, áður
en þeir náðu á leiðarenda. En lánið lék ekki við þenna ævin-
týramann. Hann komst til Rostock á flóttanum, en þar var
hann handsamaður og tekinn af lífi 1528. Mál þetta allt
spillti mjög trausti konungs til þeirra Vinsens Lunge og Ölafs
erkibiskups.
Hinn síðastnefndi afsakaði sig, sem hezt hann kunni, og
fullvissaði konung um trúmennsku sína. Reyndi hann að
koma sökinni á Vinsens og gera hann tortryggilegan í aug-
um konungs. Rar margt til, að fjandskapur var kominn upp
með þessum gömlu samherjum í rikisráðinu norska. Hafði
Vinsens sýnt ráðríki mikið í stjóm landsins og auk þess