Skírnir - 01.01.1955, Síða 68
64
Jón R. Hjálmarsson
Skírnir
Allt frá því er Kristján II. var rekinn frá ríkjum, hafði
hann látlaust unnið að því að geta snúið heim aftur og setzt
að völdum. Allar höfðu tilraunir þær strandað á fjárskorli.
I fjáröflunar skyni hafði hann gripið til hinna ótrúlegustu
úrræða og þá ekki verið sínkur á loforðin. Meðal annars
hafði hann reynt að veðsetja Hinriki VIII. Englandskonungi
bæði ísland og Færeyjar. Það var vissulega ekki Kristjáni II.
að þakka, að það tókst ekki.
En eftir margra ára árangurslausar tilraunir tóku loks
vonir hins afsetta konungs að glæðast. Árið 1529 samdi mág-
ur hans, Karl V., frið við Frakkland og páfann. Hafði því
keisarinn nú tækifæri til að sinna bænum Kristjáns II. um
aðstoð. Og er keisarinn kom til Þýzkalands sumarið 1530 til
þess að halda ríkisdaginn í Augsburg, kom Kristján II. þangað
til fundar við hann. Hétu þá báðir, keisarinn og Ferdinant
bróðir hans, sem var eins konar varakeisari í Þýzkalandi,
hinum afsetta konungi mikilli fjárhagsaðstoð til þess að taka
her á leigu gegn því skilyrði, að hann héldi við og verndaði
katólska trú í löndum sínum.
Kristján II. hóf nú undirbúning margs konar og dró saman
lið í Niðurlöndum. Ymiss konar orðrómur komst bráðlega
á kreik um fyrirætlanir hans. Sumir sögðu, að hann mundi
ráðast inn í Holtsetaland, en aðrir, að árásinni yrði beint gegn
Noregi.
Samband hans og Ólafs erkibiskups styrktist með mánuði
hverjum, og var nú svo komið, að erkibiskup sá í fyrirhug-
aðri innrás einu leiðina til að bjarga hinni fornu trú í Noregi,
þvi að í Danmörku vann Lúterstrúin mjög á, svo að hún
hlaut að sigra, áður en langt um liði, ef ekki kæmi eitthvað
óvænt til að hindra útbreiðslu hennar.
Þá vænti og erkibiskup, að Noregur mundi njóta langt
um meira sjálfstæðis í stjórnmálinn en verið hafði í tið Frið-
riks I. En að mörgu leyti bar þetta tímabil blæ af vaxandi
ágangi Dana á flestum sviðum. Það tók tíma fyrir Kristján
II. að undirbúa leiðangurinn, en loks síðast í október 1531
var hann ferðbúinn og lagði þá af stað frá Niðurlöndum
með her og flota. Hann kaus þenna tíma árs í því skyni að