Skírnir - 01.01.1955, Síða 70
66
Jón R. Hjálmarsson
Skírnir
ur maður, sem minnst vildi af blóðsúthellingum vita. Auk
þess hafði Kristján II. svo óbifandi trú á rétti sínum til kon-
ungdómsins, að hann áleit, að hægt væri að semja um frið-
samlega lausn á málinu. Hófust því viðræður að undirlagi
hans, og voru tilboð hans í þá átt, að hann fengi Noreg viður-
kenndan sem sitt ríki og yrði svo kosinn af danska ríkisráðinu
til konungs í Danmörku eftir dag Friðriks I.
Hinir dönsku fulltrúar gátu ekki gengið að þessum skil-
málum, en þeir lofuðu Kristjáni öruggu leiði til Danmerkur
á fund föðurbróður síns, ef hann leysti upp her sinn í Noregi.
Þótt undarlegt sé, gekk Kristján að þessum skilmálum og
krafðist aðeins þess, að hann fengi að hafa með sér 200 manns
og ef ekki næðist samkomulag með honum og Friðriki I., þá
gæti hann aftur farið frjáls, hvert sem hann lysti.
Kristján II. gafst þannig upp eftir tæplega átta mánaða dvöl
í Noregi við að hertaka ríki sín og hugði til samkomulags. Hinn
9. júlí 1532 fór hann um borð í eitt hinna dönsku skipa, sem
þegar í stað sigldi með hann til Danmerkur. Danir höfðu ein-
mitt um sama leyti samið frið við Niðurlönd og höfðu því
ekkert að óttast. Ríkisráðið var allsráðandi og leyfði ekki einu
sinni Kristjáni II. að hafa tal af föðurbróðir sínum, Friðriki I.
Öll hin hátíðlegu loforð voru brotin. Sendimenn frá Lubeck og
Svíþjóð kröfðust þess, að hinum aldna konungi yrði varpað í
fangelsi, og ríkisráðið hafði heldur ekkert á móti því. Farið
var með hann til Suður-Jótlands, og þar var hann lokaður inni
til ævilangrar dvalar í Sönderborghöllinni.
Eitt af skilyrðum þeim, sem Kristján II. hafði sett fyrir upp-
gjöfina í Noregi, var, að þeim, sem veitt höfðu honum brautar-
gengi í uppreisninni, skyldi ekki refsað fyrir það. En eftir að
konungur var orðinn fangi, voru öll samningsatriði gleymd.
Hugðust Danir nota tækifærið til að styrkja yfirráð sín í land-
inu. Danskir fulltrúar komu til Noregs, og urðu þá allir nauð-
ugir viljugir að hylla Friðrik I. á ný. Margir, og þá sérstak-
lega hinir ríkari, urðu að greiða stórsektir til konungs.
Ekki fékk Ölafur erkibiskup að sitja í friði, þar til hinir
eiginlegu fulltrúar kæmu til Þrændalaga. Vinsens Lunge, sem