Skírnir - 01.01.1955, Síða 71
Skírnir
Síðasti erkibiskupinn í Niðarósi
67
hataði erkibiskup og vildi nota tækifærið til þess að auka álit
sitt hjá konungi, varð fyrri til. Höfuðsmaðurinn á Björgvinjar-
húsi, Eske Bille, hafði ekki fengið ljósar fregnir af ákvörðun-
um stjórnarinnar og án þess að bíða þeirra veitt Vinsens um-
boð til þess að gera erkibiskup óskaðlegan og vinna Þrænda-
lög aftur til handa Friðriki I.
Erkibiskup bjóst fyrst til varnar í vígi sínu á Steinvíkur-
hólma. Gekk í þófi um skeið, og neitaði erkibiskup að ganga
til nokkurs samkomulags við þessa fölsku fulltrúa. En svo barst
honum örugg vitneskja um fangelsun Kristjáns II., og var þá
ekki um annað að ræða en láta undan og koma til fundar við
Vinsens í Niðarósi. Þar lagði hann fram langa skrá yfir hin
mörgu brot Friðriks I. á handfestingunni. Vinsens og félagar
hans lofuðu, að allt það skyldi leiðrétt. Sagði erkibiskup sig
þá lausan frá eiðum sínum við Kristján II. og lofaði Friðriki I.
trúmennsku. Vinsens Lunge notaði aðstöðu sína, sem hann
framast mátti, og neyddi erkibiskup til að greiða sér og tengda-
móður sinni mikla fjárupphæð til viðbótar þeim skaðabótum,
sem áður hafði samizt um. Er víst, að hatur erkibiskups til
þessa danska villutrúarmanns, sem hann svo áleit, minnkaði
ekki við það. Skömmu síðar komu hinir eiginlegu konungs-
fulltrúar til Niðaróss. Voru þeir óánægðir með sjálfræði Vin-
sens og ráðstafanir, en létu þó þar við sitja. Til viðbótar gerðu
þeir samt erkibiskupi að greiða sekt mikla til konungs, en
kröfðust ekki frekari trúmennskuloforða af honum.
Uppreisnin var brotin á bak aftur um allan Noreg. Áður en
árið 1532 var á enda runnið, var allt við það sama sem fyrr.
Noregur var enn þá sjálfstætt ríki, en þó var nú öllu meiri
munur en áður á hinum skrifaða rétti og hinu raunverulega
ástandi í landinu, og uppreisnin hafði stórum aukið tortryggni
Dana í garð Norðmanna og þá sérstaklega Ólafs erkibiskups.
En brátt var spurningin um sjálfstæði Noregs efst á baugi
á nýjan leik, því að snemma vors 1533 andaðist Friðrik kon-
ungur I. Danir komu sér ekki saman um eftirmann hans.
Skiptust menn fyxst í stað í flokka eftir trúarskoðunum. Lút-
erstrúarmenn fylgdu Kristjáni hertoga, sem var elzti sonur